Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Page 56
192
eigi fullnægjandi. f>að virðist svo sem auðsjeð, að
eggmóts eigi saman við ásynjur, og eggmóts ásynjur
s]eu=valkyrjur; en að eggmóts geti með engu móti
verið fyrir „at eggmóti“; það yrði hjer málleysa. Með
því að Glúmur hefur eigi hugsað sjer, að konur þær,
sem hann sá í draumnum, hafi verið ásynjur, heldur
valkyijur, verður að taka eggmóts saman við ásynjur,
og með því er fallin hin getgátan, að taka saman
eggmótsför; enda dreymdi Glúm eigi, að konumar færu
til neins bardaga.
Að „vagna-vinir“ sjeu f>ór og Óðinn, get jeg held-
ur eigi fallizt á; enda verður eigi sjeð, yfir hverju þeir
hefðu átt að gleðjast, þótt konurnar jysu blóði yfir
hjeraðið. Jeg get þannig eigi látið mjer nægja neina
af þessum skýringum.
í útgáfunni 1830 (íslendingasögur 2. bindi Kmh.),
bls. 376, er vísuhelmingurinn þannig prentaður í meg-
inmálinu:
J>ar er ósynjur jósu
eggmóts of fjör seggja,
vinir fagna því vagna,
vígmóðar fram blóði.
Hjer er þá orðið fjör tekið upp í stað för í hinum
eldri útgáfum, og þessu orði er haldið í útgáfunni 1880,
eins og sjá má á vísunni hjer að framan, og eins
vegna fyrir vagna síðast i 7. vfsuorðinu. Með útgáf-
unni 1830 fylgja engar skýringar.
Jeg ætla mjer þvf að halda mjer við vfsuna, eins
og hún er prentuð í útgáfunni 1880, og ætla að hún
verði þar þó rjettust. En hversu má fá rjetta hugsun
út úr visunni, eins og hún er þar?
J>ær skýringar, sem jeg hef getað fundið á vísu
þessari f orðabók Sveinbjarnar Egilssonar, eru þær, sem
jeg nú skal greina:
1. Eggmót (Lex. poet. bls. 121) tekur hann, einsog