Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 15

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 15
15 •enda sje jeg þess aungva þörf, og þótt einhverjum finnist, sem jeg hefði átt að svara því og því, sem jeg læt hjá líða, er það ekki af því, að jeg þegj- andi viðurkenni, að BMO hafi á rjettu máli að standa, eða að ekki megi andmæla honum og ve- fengja. BMO skiftir »ástæðum« mínum í tvent, eftir því hvort þær eru »almenus eðlis« eða »sjerstak- legs eðlis« (s. 5) og tekur fyst fyrir til athugunar þær, er fyr eru nefndar (bls. 5—29). Það er til lítils að fara frekara út í þær; það, er þar er um að ræða, er þess konar, að um það má deila til eilífðar; BMO kemur t. d. ekki með neitt, er geti hrakið mínar skoðanir á þeim mun, sem hafi verið á Norðmönnum sjálfum og Islend- fngum á 10. öld. Mart verður að vera falið undir dómi sögufræðinganna, og við hann er jeg alls ó- hræddur. Þessar »almennu ástæður« mínar eiga að styrkja og einkum skýra, að kvæðin sje ekki ís- lensk í heild sinni, ef þau eru svo gömul, að þau sjeu frá þeim tíma hjer um bil, sem jeg ætla þau sje. Ef ekkert væri annað að halda sjer við, en iþær, væri það hæpið að niðurstaða mín væri rjett; það er því auðvitað, að hinar »sjerstöku« ástæður mínar eru í mínum augum gildari og áhrifabetri, og mart af þeim álít jeg svo óyggjandi sem auðið er. (Smbr. það sem að ofan er sagt). Það sem maður þekkir til lífsins á Islandi frá tímabilinu c. 874—c. 1030 finst alt í sögunum (ætta- sögunum, Islendíngasögum); um þetta llf, eins og það kemur þar fyrir, geta ekki verið tvískiptar skoðanir; annað mál er það, hvort sú mynd af líf- inu, sem þar sjest, sje með öllu rjett. Jeg veit nú •ekki betur, en að við BMO sjeum nokkurn veginn

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.