Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 22

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 22
22 þau hafa þó töluverða þýðíngu. Nú er hjer aftur svo undarlega raáli varið, — undarlega segi jeg, ef kvæðin væru íslensk —, að það sem hægt er að tína til af sjerstaklegu, það er n o r s k t (jafnendr má fyrir mjer hverfa úr þeim hóp og það sem því er líkt að óvissu), en það kemur ekkert, alls ekkert fyrir sjerstaklega íslenskt, sem ekki geti líka verið norskt. 0g þá rekur aftur að hinu sama — blessuðum skýríngartilraununum. BMO tilfærir móti mjer, að bæði eikja og eikju- karfi komi fyrir í Sverriss., Olafss. helga (tveimur) og í Snorra-Eddu (þulum) og segir: »Eftir þvi ættu öll þessi rit að vera norsk!«, — sem þau vitanlega eru ekki. En þessi ályktun, sem á að vera i mfn- um anda, er með öllu raung. Að ísl. höfundar noti norsk orð á norskum hlutum, þegar þeir eru að segja frá þeim, er í sannleik ekki merkilegt, heldur sjálfsagt; en það er sitt hvað og allt annað en að hafa þesskonar orð í kvæðum, þar sem alls ekki er verið að lýsa eða tala um sjerstaklega norska viðburði. Þessu tvennu verður að stía í sundur, en ekki rugla saman. Annars eru þessir sannanastaðir BMO rajer mjög kærkomnir; þeir sýna — einmitt í mínum anda —, að orðin eru hvergi' höfð í isl. ritum um 1 s- 1 e n s k a r ferjur; ef svo hefði verið, hefðu þau get- að orðið mjer bagaleg; nú vitna þau með mjer.1 Þau orð sem BMÓ tínir upp s. 37 osfrv. er al- veg óþörf málaleinging. Það er svo sem auðvitað, að þau eru líka norsk, þótt þau komi ekki fyrir í 1) Að eikja stendur í þulum hefur ekki meiri þýðíngu en að þar stendur drómundur og galeið', öll þessi orð eru tind saman úr eldra skáldskap.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.