Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 82

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 82
82 það sje ort um 935. Að minni higgju er það frá tímamótunum, þegar kristnin var að riðja sjer til rúms á íslandi, ingra enn trúarboð Friðriks biskups og Þorvalds viðförla, enn eldra enn sigur kristninn- ar (árið 1000), og ort af kristnum manni. Þá koma kvæðin, sem í'lJ. eignar Grænlending- um með órjettu. Hann játar nú, að það sem hann í Lit. hist. taldi einkennilegt firir þessi kvæði, klúr brigslirði, harmatölur, samtöl og eintöl, komi alt fir- ir í öðrum kvæðum, enn hann segir, að alt þetta sje öðruvísi í þeim kvæðum, sem hann telur græn- lensk, enn í hinum, svo að »engum(!) geti blandast. hugur um andlegan skildleik þessara kvæða, sjer- staklega i fullri mótsetningu við öll önnur Eddu- kvæði«. Enn hanngerir enga grein firir, í hverjn brigslirðin, harmatölurnar og samtölin og málaleng- ingarnar o. s. frv. sjeu öðru vísi í þessum kvæðum enn öðrum, og svo vantar að sína fram á, að þetta, sem hann telur einkennilegt firir þessi kvæði, sje sjerstaklega grænlenskt. Ef mjer þætti það ekki dálítið drengjalegt, þá þirði jeg að »mana« minn heiðr- aða mótstöðumann að sína þetta hvorttveggja. Hann er nú fallinn frá þvi, að isarnir og jöklarnir í Sig- urðarkviðu (»opt gengur hon innan \ ills of fylld \ ísa ok jöJcla | aptan hverjan«) hljóti að vera grænlenskir og játar, að þeir geti eins vel verið skaftfelskir eða strenskir. Enn annars hef jeg ekki sannfærst af rök- semdum FJ. um, að skíring hans á þessum stað sje rjett. Mjer þykir það jafnólíklegt og fir, að nokkurt skáld — hvort sem það var nú grænlenskt eða ís- lenskt — hafi hugsað sjer jökla og ísbreiður í kring (sjá rit hans: Studier over de nordiske gude- og heltesagos oprindelse 455. bls.).

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.