Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 22
22
fyrir þeim með því að »ganga i skuld fyrir þau« (o: gera sig að ófrjáls-
um skuldaþrælum) hjá þeim ættingja, sem tók að sjer að ala þau.
Sömu skyldu höfðu foreldrar gagnvart börnum sínum; þó gátu þau, i
stað þess að ganga sjálf í skuld, selt sjálf börnin i skuld (p: gert þau að
skuldaþrælum), ef þau kusu það heldur.
2. Pegar ómaginn átti engan ættingja, sem gat staðið straum af
honum, lenti framfærsluskyldan á þeim hrepp, þar sem nánasti erfingi
hans var vistfastur. Pó var framfærsluskylda hreppsins bundin því skil-
yrði, að arftökumaður ómagans væri ekki fjarskyldari honum en næsta-
bræðri, hefði fje til atvinnu sjer bina næstu tólf mánuði eða mætti vinna
sjer mat, og ætti sjálfur varðveizlu fjár sins.
3. Omaga þeirra manna, er dæmdir höfðu verið sekir fjörbaugs-
menn eða skógarmenn á vorþingi, átti hlutaðeigandi þingsókn fram
að færa.
4. Sektarómaga þeirra manna, er dæmdir höfðu verið sekir á al-
þingi, átti fjórðungurinn fram að færa, og eins útlenda ómaga, er enga
ættingja áttu á Islandi. Hvildi framfærsluskyldan þá á þeirn landsfjórð-
ungi, þar sem þeir höfðu orðið þrotráða.
5. f’egar ekkert af hinum framangreindu skilyrðum var fyrir hendi,
svo að ómaginn hvorki gat fengið framfærslu hjá ættingjum sínum, hrepp
þeirra, þingsókn eða fjórðungi, þá lenti framfærsluskyldan á öllu landinu.
6. Framfærsluskylda þingsóknarinnar, fjórðungsins og landsins náði
að eins til reglulegra ómaga. En á hreppunum hvíldi auk þess sú skylda,
að veita einnig öðrum þurfalingum fátækrastyrk, nefnilega þurfamönnunum
0: þeim íbúum hreppsins, sem gátu ekki styrktarlaust alið önn fyrir sjer
og sínum. Tilgangurinn með þessum styrk var sá, að fyrirbyggja að
þessir menn flosnuðu upp, svo að hyski þeirra lenti algerlega á sveit-
inni. Hutdeild i þurfamannastyrknum gátu allir þeir hreppsbændur eða
húsfeður fengið, er svo vóru snauðir, að þeir vóru ekki skyldir að greiða
þingfararkaup, — ef þeir áttu fyrir svo mörgum að sjá, að þeir gátu ekki
staðið straum af hyski sinu af eigin rammleik, fje sinu eða atvinnu.
Framfærslumátinn. Peir einir hreppsbúa, er áttu þingfararkaupi
að gegna, vóru skyldir að inna sveitargjöld af hendi, en þau vóru eink-
um þrenns konar: tnanneldi, þurfamannatiund og matgjafir.
Framfærsla allra hreppsómaga var fólginn i manneldi, þannig að
hver sá bóndi i hreppnum, er sveitarskjddum átti að gegna, varð að
taka að sjer og ala einn eða fleiri ómaga, eptir því sem hreppstjórnar-
mennirnir lögðu fyrir; en þeir áttu við niðurskipting ómaganna að hafa
hliðsjón af skuldlausri eign bænda og ætla hverjum einstökum mann-
eldi í hlutfalli við hana. Bændur gátu fullnægt framfærsluskyldu sinni,
hvort sem þeir vildu heldur með því, að taka ómagann á heimili sitt