Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 25
2)
bændur i þingsókninni eða fjórðungnum, er þingfararkaupi áttu að gegna.
Með því að þessi hjeruð vóru svo stór og hinir eldisskyldu bændur þvi
svo margir í samanburði við ómagatöluna, varð þessu að eins við komið
með þvi að hafa skiptingareldi, þannig að ómagarnir skyldu fara á milli
bænda og dvelja sinn timann hjá hverjum. Var það kallað för um þing
og för í fjórðungi. Af þvi fjórðungurinn var svo viðáttumikill, máttu
fjórðungsmenn, ef þeim þótti það hentugra, skipta honurn i smærri sveitir
til ómagaeldis, svo að ómagarnir þyrftu ekki að fara um allan fjórðung-
inn, heldur yrði vísað á eldi hjá bændum, er byggju i einhverjum
ákveðnum hluta hans.
Til framfærslu landsómaga virðast menn að hafa varið einhverri
ákveðinni upphæð af lögrjettufjám eða þeim tekjum lögrjettunnar, er henni
guldust fyrir þau ýmsu leyfi, er hún veitti og annað þess konar. Reyndar
eru ekki í lögunum — eins og þau n ú liggja fyrir oss — nein bein
ákvæði um þetta, en bæði virðist mega ráða þetta af þeirn ákvæðum,
er i þessu efni giltu fyrir fjórðunginn og þingsóknina, og eins er það
ljóst, að menn hafa orðið að hafa ráð á einhverju opinberu fje til þess
að ala ungbörn og veik gamalmenni og aðra þess konar ómaga, sem
ekki varð gert að eiga för um landið; og þá virðist ekki um neitt
annað opinbert fje að gera, er gripið yrði til að borga eldi þeirra með,
en einmitt lögrjettusjóðinn, sem var hinn eini landssjóður, er til var.
En annars áttu landsómagar för um land allt. Var þá hverjum bónda
skylt að gefa þeim einn málsverð, er þá bar að bæ hans, nefnilega
náttverðareldi, en. heldur ekki heimilt að gefa þeim meira. Síðan gátu
þeir farið til granna hans og heimtað næsta málsverð. Þó mátti bóndinn,
ef honum sýndist svo, líka gefa þeim landsómögum dagverð, er ekki
var skylt að fasta (yngri en 7 og eldri en 70 ára, þunguðum konum, og
stundum konum, er höfðu barn á brjósti), og eins á'öllum helgidögum.
Hann mátti og bæði hýsa og ala landsómaga nieira en eina nótt, ef þeir
gátu ekki haldið áfram för sinni sökum óveðra, af því ár væru ófærar,
eða aðrar slíkar tálmanir á leið þeirra.
VARNARRÁÐ GEGN SVEITARfYNGSLUM. Auk þess sem menn
þannig höfðu sjeð um, að bætt yrði úr þurft fátæklinga, þegar hún átti
sjer stað, reyndu nienn og á ýmsan hátt að verja menn fátækt, og þá
einkum að afstýra þvi, að alltof margir fátæklingar hrúguðust saman í
einum einstökum hrepp eða sveit. Rannig varð hver sá bóndi, er flytja
vildi úr einum hrepp í annan, að biðja sjer byggðarleyfis hjá hlutaðeigandi
hreppsbúum. Þó varð honum eigi neitað um leyfið, nema hann hefði
annaðhvort orðið sannur að þjófnaði, eða að fjárhagur hans væri svo
bágborinn, að hætt væri við, að hann mundi þegar á næsta ári þurfa
að beiðast sveitarstyrks handa sjer og hyski sínu. Settist einhver að i