Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 50
5° frjálslyndu blaði«. Bæði bækur hans og líf sýna, að þetta var satt; svona var hann. Ef menn telja stíl fólginn í hæfileika skemmtilegs og skarp- gáfaðs manns til að koma orðum að því, sem honum býr í brjósti, hvað sem það nú kann að vera, — blátt áfram fólginn í búningn- um, það er að segja, búningi auðugs anda, ekki einungis í sljettri aferð og lipurð, í tilfinningu höfundarins fyrir hljómþýðleik, heldur í einkennilegu sniði á viðræðum sálar við sálir, — ja, þá er stíll Alexander Kiellands hinn snildarlegasti, sem til er í sameiginlegu bókmenntunum síðan Ludvig Holberg leið, að minnsta kosti í Noregi; en jeg hygg bæði í Danmörku og Noregi. Enginn annar ritar svo hnittið mál og gagnort undir eins, svo rnjúkt og svo kjarkmikið, — það er sem ungdýr bregði á leik, á tígrisstökk; en ætíð yndisþokki yfir hverri hreyfingu. Og þetta er nú ekki nema önnur hliðin. Þegar þörf hans á samlífi við náttúruna fær að hrífa skáldanda hans með sjer, þegar hans hjartnæmi bróðurkær- leiki hvílir sig eptir viðureignina, og dvelur við skoðun hugsjón- arinnar..........þá leitar hann að og finnur svo blæþýða liti, að slíks er ekki dæmi hjá öðrurn en munklökkum listamönnum. En í öllu því, sem hann hefur skrifað, er ekki snefill af munklökkvi (sentimentalitet); þar er stöðugt svalandi hreinviðri. Þess vegna leggur slíkan ljóma af því. Virðist framsetningin stundum ísmeygi- leg, þá skaltu vara þig? Þá dynja einmitt ósköpin yfir. Jeg skal undireins koma með eina tilvitnun, — einu tilvitn- unina í grein minni. Jeg er sannfærður um að svo mjög sem hún dofnar í þýðingunni, þá hrífur hún samt hvern mann með. Tilvitnun þessi er tekin úr nöprustu bók hans, »Verkmanna- lýður«, þar sem hann ryðst inn á heimili skriffinns nokkurs — ekki hógvær eins og Jonas Lie, til þess bæði að hreinsa til og bjarga frá glötun. Nei, til þess að kasta hverju tangri og tegund á dyr. Það er gráthljóð í hlátri hans meðan hann er að þessu, — svo hamslaus er hann út af öllu því, sem slík heimili hafa eyði- lagt hjá þjóðinni, eða rekið á refilstigu (d : til Ameríku). Hugsið ykkur sárbeittasta penna Norðurlanda kryfja slíkt efni! Og hvíla sig svo í miðju kafi á annari eins náttúrulýsingu og þetta: Upp með Nil var krökt af fuglum, er bökuðu sig i glóandi sólar- hitanum. Peir snurfusuðu fjaðrirnar og hagræddu þeim, þöndu vængina nokkrum sinnum til að reyna þá, glepsuðu letilega orm eða eðlu, sem moraði af i feninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.