Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 50
5°
frjálslyndu blaði«. Bæði bækur hans og líf sýna, að þetta var satt;
svona var hann.
Ef menn telja stíl fólginn í hæfileika skemmtilegs og skarp-
gáfaðs manns til að koma orðum að því, sem honum býr í brjósti,
hvað sem það nú kann að vera, — blátt áfram fólginn í búningn-
um, það er að segja, búningi auðugs anda, ekki einungis í sljettri
aferð og lipurð, í tilfinningu höfundarins fyrir hljómþýðleik, heldur
í einkennilegu sniði á viðræðum sálar við sálir, — ja, þá er stíll
Alexander Kiellands hinn snildarlegasti, sem til er í sameiginlegu
bókmenntunum síðan Ludvig Holberg leið, að minnsta kosti í
Noregi; en jeg hygg bæði í Danmörku og Noregi. Enginn annar
ritar svo hnittið mál og gagnort undir eins, svo rnjúkt og svo
kjarkmikið, — það er sem ungdýr bregði á leik, á tígrisstökk; en
ætíð yndisþokki yfir hverri hreyfingu. Og þetta er nú ekki nema
önnur hliðin. Þegar þörf hans á samlífi við náttúruna fær að
hrífa skáldanda hans með sjer, þegar hans hjartnæmi bróðurkær-
leiki hvílir sig eptir viðureignina, og dvelur við skoðun hugsjón-
arinnar..........þá leitar hann að og finnur svo blæþýða liti, að
slíks er ekki dæmi hjá öðrurn en munklökkum listamönnum. En
í öllu því, sem hann hefur skrifað, er ekki snefill af munklökkvi
(sentimentalitet); þar er stöðugt svalandi hreinviðri. Þess vegna
leggur slíkan ljóma af því. Virðist framsetningin stundum ísmeygi-
leg, þá skaltu vara þig? Þá dynja einmitt ósköpin yfir.
Jeg skal undireins koma með eina tilvitnun, — einu tilvitn-
unina í grein minni. Jeg er sannfærður um að svo mjög sem
hún dofnar í þýðingunni, þá hrífur hún samt hvern mann með.
Tilvitnun þessi er tekin úr nöprustu bók hans, »Verkmanna-
lýður«, þar sem hann ryðst inn á heimili skriffinns nokkurs —
ekki hógvær eins og Jonas Lie, til þess bæði að hreinsa til og
bjarga frá glötun. Nei, til þess að kasta hverju tangri og tegund
á dyr. Það er gráthljóð í hlátri hans meðan hann er að þessu, —
svo hamslaus er hann út af öllu því, sem slík heimili hafa eyði-
lagt hjá þjóðinni, eða rekið á refilstigu (d : til Ameríku). Hugsið
ykkur sárbeittasta penna Norðurlanda kryfja slíkt efni! Og hvíla
sig svo í miðju kafi á annari eins náttúrulýsingu og þetta:
Upp með Nil var krökt af fuglum, er bökuðu sig i glóandi sólar-
hitanum. Peir snurfusuðu fjaðrirnar og hagræddu þeim, þöndu vængina
nokkrum sinnum til að reyna þá, glepsuðu letilega orm eða eðlu, sem
moraði af i feninu.