Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 4
4 Örvæntingin hafði náð fullkomnu valdi yfir honum. Já, hvers- vegna að vera lengur að lifa öðru eins lífi og hann hefði lifað, misskilinn af öllum, hæddur og hataður, og með þeirri meðvit- und, að nú biði sín ekkert annað en fangelsið. Hjer var dauðinn rjett við fætur hans. Hyldjúpur sjórinn gein þar undir. Bárurnar skullu upp að klöppinni, soguðust frá henni aptur, skullu upp að henni á ný og þeyttu úðanum alla leið upp til hans, eins og þær væru að reyna að draga han niður í djúp- ið til sín. Því ekki að lofa þeim það? Hann gat afborið dauð- ann. Það yrðu að likindum sárar kvalir fáein augnablik, meðan hann væri að drukkna; svo kæmi dauðinn og þar á eptir—? — Já, hvað mundi koma þar á eptir? Honum hafði verið kennt, að til væru tveir staðir: Himnaríki, sem væri sælustaður og biði allra þeirra, er vel hefðu breytt, og helvíti, sem væri heimkynni hinna vondu, og sjerstaklega þeirra, er rjeðu sjer sjálfir bana. Hann gerði sjer enga von um að komast í himnaríki, jafnvondur og hann væri. En í hinn staðinn vildi hann ekki fara heldur, og svo framarlega sem guð væri til, þá fannst honum það hrópleg rang- indi af honum, að setja sig þangað. Hann hefði liðið nógu mik- ið illt i heiminum, þó kjör hans yrðu ekki enn verri eptir dauðann. En svo hafði hann heyrt nokkra unga menntamenn halda fram þeirri skoðun, að ekkert líf væri til eptir þetta; þegar lík- aminn dæi, væri og tilveru sálarinnar lokið. Sú skoðun fjell hon- um vel i geð. Dauðinn væri þá ekkert nema svefn, og hann vildi gjarnan sofa og vakna aidrei aptur; sofa og falla í gleymsku að eilífu. I norðaustri sá hann langa röst af kolsvörtum skýjabólstrum gægjast upp yfir fjallabrúnirnar og stefna í áttina til sín. Honum sýndist ekki betur, en þeir taka á sig líkingu ýmsra lifandi dýra og jafnvel manna. Sumstaðar stóðu svartir hausar og herðar upp •úr röstinni; þeir mjökuðu sjer áfram og uppávið, grúfðu sig stund- um ofan að röstinni aptur, og otuðu svo hausnum upp á ný, skiptu um hami, runnu tveir eða fleiri saman í eitt og skiptu sjer sundur aptur; en á undan allri röstinni fór ský-ferlíki mikið og ofan á því sat annað skrímsli, sem liktist fremur manni en nokkru töðru, og hausinn á þessu ferlíki teygðist áfram, þangaðtil herðarn- :ar bar hærra og hakan virtist renna saman við ferlíkið, sem undir var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.