Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 54
54
ást vora. Það hafði Alexander Kielland sýnt, — og fyrir það varð
hann sekur.
Astandið var illt viðureignar; allt það, sem skelkaðir aptur-
haldsmenn áttu til af ugg og einlægri óánægju, lagðist að glæsilegu
skútunni hans og skrílshátturinn og heimskan umhverfis. Þegar
jeg tala um skrílshátt, á jeg ekki við þau vesalings afhrök mann-
fjelagsins, sem skammast og berjast fyrir lífi sínu úti hjá sorp-
haugunum, eina staðnum, sem vjer höfum látið þeim frjálsan. Jeg
á við skríl yfirdrepskaparins og þeirra, sem eru að reyna að koma
sjer i mjúkinn með því, að slá þjóðinni gullhamra og smjaðra fyrir
kónginum. Jeg á við hinar óhreinu hvatir í listum og viðskipta-
lífi. A hinni helzt til hefðarlegu skútu stóð sá maður í lyptingu,
sem hafði gert þeim öllum harða hrið, þá er sveið; þarna höfðu
þeir loksins fengið færi á honum! Johan Sverdrup, helzti þjóð-
málagarpurinn, sem Noregur hefur átt, var stjórnarforseti; hann
• hafði uppskorið, þar sem Alexander Kielland hafði sáð. Fyrir
stjórnvaldalegs ávinnings sakir afneitaði hann einnig, þegar mest
reið á, þeim manni, er í bókmenntunum má kalla »riddarann án
uggs og ávirðinga«. Hve margir Alexander Kiellands líkar eiga
hjer að lúta að velli, áður en búið er að hreinsa siðferðistilfinningu
stjórnmálagarpanna ?
Jeg nefndi líka heimskuna; vjer erum sem sje þjóðarungviði,
sem ekki hefur neinar erfikenningar við að styðjast, þar sem um
list er að ræða; jafnvel vinir hans, sem dáðust að honum, skildu
ekki til fulls, hvað hann var. Þá rjeði sem sje stefna náttúru-
hyggjumanna ein lögum og lofum; og sljóvum skilningi margra
var n'óg boðið, þegar hann að sið háðmyndagerðarinnar, sem
dregur saman allt hvað af tekur, sýndi með örfáum strikum meira
en þeir, sem sátu kófsveittir við litaspjaldið í þrjá sólarhringa. En
stíllinn? Kunnu menn þá ekki að meta stílinn hjá honum ? Setjið
þið dýrasta postulín fyrir óbrotinn Norðmann, sem ekkert tæki-
færi hefur fengið til samanburðar og gjörskoðunar, — honum
mun virðast uppdrættirnir á því heldur lauslegir og litirnir sæmi-
lega óákveðnir. Hvað veit hann um það, að Frakkar telja brjef
madame de Sévigné til þess, sem ágætast er í bókmenntum þeirra?
Að brjef Alexander Kiellands ein mundu nægja til að gjöra hann
ódauðlegan (flest þeirra eru ekki enn þá komin fyrir almennings
sjónir). Af tilvitnun þeirri, er jeg hef til fært hjer að framan, má
renna grun í, hvílíkum sjóði af andríkum bróðernisgáska sá maður