Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 11
II laust orðið banamaður annars þeirra, ef hann hefði ekki getað forðað sjer. Einn dag ásetti Árni sjer að fara og tala við Onnu, hvað sem það kostaði. Svo fór hann heim að Dal. Bjarni gamli tók hon- um dauflega en vísaði honum þó ekki burt. Hann átti langt tal við Önnu, og þegar hann kvaddi hana, var trúlofún þeirra rofin. »Jeg get ekki átt þig,« hafði hún sagt. »Það segja allir, að þú sjert orðinn sá óttalegur óreglumaður og svo geðvondur, að ómögulegt sje að lynda við þig. Svo er föður mínum gipting okkar á móti skapi og jeg vil ekki óhlýðnast honum. Það er bezt við skiljum fyrir fullt og allt.« »Ætli þú rjúfir heit þitt aðeins af hlýðni við föður þinn? Ætli það sje ekki heldur, að Einar sje búinn að töfra þig með flærð sinni og« — — — »Hann hefir aldrei töfrað mig,« sagði hún með ákafa. »Og það er rjett eptir þjer að lasta hann og níða niður. Hann er þó langt- um »penari« maður en þú, og drekkur ekki út hverja krónu, sem hann eignast.« »Jeg sje hvernig komið er,« sagði Arni og fór. »Hún hefði getað gert mig að nýtum manni,« sagði hann við sjálfan sig. »Þó jeg vilji stilla mig, þá níðir fólkið mig samt niður, þangað til jeg er ekki orðinn að manni. Fjandinn hafi það nú allt.« »Og eptir þann bita fór Satan í Júdas.« Það tók nú útyfir með óreglu hans. Hann var stöðugt fullur og svo illur við öl, að engu hófi gegndi. Allir sneiddu hjá honum og fyrirlitu hann. María gamla var sú eina, er tók málstað hans. »Hann er ekki eins vondur og hann er sagður,« sagði hún opt; »en heimurinn hefir farið illa með hann.« Svo kom haustið. Skipunum fækkaði; og þau lögðu af stað til útlanda hvert á fætur öðru. Hið siðasta átti að fara fyrstu dagana í október, og með þvi ætlaði kaupmaðurinn sjálfur. Var honum haldið skilnaðarsamsæti síðasta september, og um kvöldið var haldinn dansleikur í pakkhúsinu. Þangað voru allir velkomnir. Arni fór og þangað, því hann bjóst við að sjá Önnu þar. Hún kom lika þangað, og var ekki ein, því Einar kom með henni. Árni var hreyfur af víni, en þó ekki mjög. Hann langaði til að dansa við hana rjett einn dans. Reyndar var hann ekki vel fær í þeirri list, en hjelt þó, að hann gæti slarkað í gegnum polka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.