Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Side 11

Eimreiðin - 01.01.1898, Side 11
II laust orðið banamaður annars þeirra, ef hann hefði ekki getað forðað sjer. Einn dag ásetti Árni sjer að fara og tala við Onnu, hvað sem það kostaði. Svo fór hann heim að Dal. Bjarni gamli tók hon- um dauflega en vísaði honum þó ekki burt. Hann átti langt tal við Önnu, og þegar hann kvaddi hana, var trúlofún þeirra rofin. »Jeg get ekki átt þig,« hafði hún sagt. »Það segja allir, að þú sjert orðinn sá óttalegur óreglumaður og svo geðvondur, að ómögulegt sje að lynda við þig. Svo er föður mínum gipting okkar á móti skapi og jeg vil ekki óhlýðnast honum. Það er bezt við skiljum fyrir fullt og allt.« »Ætli þú rjúfir heit þitt aðeins af hlýðni við föður þinn? Ætli það sje ekki heldur, að Einar sje búinn að töfra þig með flærð sinni og« — — — »Hann hefir aldrei töfrað mig,« sagði hún með ákafa. »Og það er rjett eptir þjer að lasta hann og níða niður. Hann er þó langt- um »penari« maður en þú, og drekkur ekki út hverja krónu, sem hann eignast.« »Jeg sje hvernig komið er,« sagði Arni og fór. »Hún hefði getað gert mig að nýtum manni,« sagði hann við sjálfan sig. »Þó jeg vilji stilla mig, þá níðir fólkið mig samt niður, þangað til jeg er ekki orðinn að manni. Fjandinn hafi það nú allt.« »Og eptir þann bita fór Satan í Júdas.« Það tók nú útyfir með óreglu hans. Hann var stöðugt fullur og svo illur við öl, að engu hófi gegndi. Allir sneiddu hjá honum og fyrirlitu hann. María gamla var sú eina, er tók málstað hans. »Hann er ekki eins vondur og hann er sagður,« sagði hún opt; »en heimurinn hefir farið illa með hann.« Svo kom haustið. Skipunum fækkaði; og þau lögðu af stað til útlanda hvert á fætur öðru. Hið siðasta átti að fara fyrstu dagana í október, og með þvi ætlaði kaupmaðurinn sjálfur. Var honum haldið skilnaðarsamsæti síðasta september, og um kvöldið var haldinn dansleikur í pakkhúsinu. Þangað voru allir velkomnir. Arni fór og þangað, því hann bjóst við að sjá Önnu þar. Hún kom lika þangað, og var ekki ein, því Einar kom með henni. Árni var hreyfur af víni, en þó ekki mjög. Hann langaði til að dansa við hana rjett einn dans. Reyndar var hann ekki vel fær í þeirri list, en hjelt þó, að hann gæti slarkað í gegnum polka.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.