Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 33
33 hjá, varð aðalniðurstaðan sú, að þar væru fleiri, er rjettu greptr- uninni hjálparhönd, en fæðingunni. Þessir fjölbreyttu, ágætu hæfi- leikar væru að sinni aðallega í þjónustu dauðans og eyðilegg- ingarinnar. Þegar þessi siglisýning var gengin urn garð, reis almenn orða- deila meðal áhorfendanna. Urðu þau orðaskipti svo áköf, að um langa hríð datt engum þær heimsóknir í hug, er enn voru í vænd- um. En er það frjettist, að margir flotar, bæði stórir og smáir, hefðu lagt í haf því nær samtímis, vaknaði forvitnin og hin með- fædda veðjunarfýsn: Hver verður nú fremstur allra þessara flota? Flestir veðjuðu, að það yrði enski flotinn, næstflestir að það yrði hinn þýzki, nokkrir hinn hollenzki o. s. frv. Þá frjettist það einhverju sinni snemma morguns, að nú hillti undir flotá; enginn gat enn þá sjeð, hvaða floti það var. Svo þustu menn undir eins ofan til strandar; áköfustu veðmálsgarparnir á undan. Snjór hafði fallið um nóttina, en nú birti upp og var kalt. Úti fyrir, einmitt þar sem sólin rauf síðustu snjóskýjabólstr- ana, sást ljettur reykur, siglutoppar komu í ljós, og rjett á eptir stórir skipsskrokkar; á eptir þeim kom heil löng runa, og lengst úti önnur stór skip, sem boðuðu að fleiri kæmu á eptir. En í tíbrá yfir öllum skipunum sáust skínandi segl og glæsilegir fánar. Þar sigldu andarnir knerri sínum, stærri hverju skipi niðri í flot- anum. Var það hollvættur flotans? Hver fór svo? Hvaða floti var þetta? Allir, sem veðjað höfðu, töpuðu. Flotinn var hvorki enskur nje þýzkur; hann kom frá einhverri hinni minnstu þjóð gamla heimsins; til forfeðra þeirrar þjóðar eiga elztu höfðingjaættir Evrópu kyn sitt að rekja, og hið undurfagra land hennar er orðið að ævar- andi heimssýningu, er ferðalangar streyma til ár út og ár inn. Það var norski flotinn, sem kom, og það var skriður á honum. Það var einhver festu- og myndarbragur á hverju skipi, svo sem hefði hvert sitt ákveðna erindi. Ekki ein einasta skemmti- skúta í öllum flotanum, Þau sigldu þráðbeint, án allra útúrdúra. Að einu skipi undanteknu var heldur hvorki seglbúnaður nje skips- skrokkar glæsilegir; en traustlegt var það allt og örugglegt. Hver skúta var sem ríki útaf fyrir sig. Þau höfðu samflot, af því það varð nú svo að vera, en hvort var með sínum hætti. Það var orðið albjart áður en þau komust nær; loptið var fremur andkalt. Nærri öll þessi skip voru bjartleit tilsýndar. Skips- 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.