Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 15
ur; drykki út hvert oent, sem hann kæmist yfir og væri hvergi
vel liðinn.
Svo var það eitt kveld í júlímánuði, að Arni gekk heim til
sin að loknu dagsverki. Leið hans lá eptir tái fram með járn-
brautinni. Fólksstraumurinn var afarmikill, fram og aptur. Það
var ekki nóg með það, að táin væru troðfull, heldur gengu líka
margir eptir brautinni; enda er það einn af ósiðum Ameríku-
manna, að ganga í makindum eptir járnbrautunum, og víkja ekki
utaf, fyrri en lestin er nærri komin á hæla þeim.
En enginn virtist veita því eptirtekt, að járnbrautarlest kom
brunandi að norðaustan. Hún linaði ferðina lítið eitt meðan hún
fór yfir brúna, sem liggur yfir Rauðá. Svo hvæsti hún hátt, tvis-
var, þrisvar, og herti á ferðinni, því nú var skammt eptir að járn-
brautarstoðvunum.
Og áfram geisaði fólkstraumurinn. Það var eins og enginn
hugsaði um neitt, nema að komast áfram, komast fram fyrir þann,
sem gekk næst á undan honum. En þótt þeir færu hart, fór þó
lestin harðara. Hún kom nær og nær; brunaði áfram með skark-
ala og ■skrúðningum, og reykjarmökkurinn kolsvartur lagðist eins
og ábreiða aptur yfir vagnana og sameinaðist síðan reykjarskýi
því, sem grúfði yfir öllum norðurhluta Winnipeg-’bæjar það kvöld.
Þeir, sem gengu á sporinu, viku úr vegi smátt og smátt, sumir
undir eins og þeir sáu lestina, en aðrir ekki fyrri en hún átti að-
eins fáa faðma að þeim.
Arni gekk eptir hliðartáinu og hætti sjer ekki út á sporið.
Allt í einu tók hann eptir því, að andspænis honum gekk maður,
sem hann þóttist bera kennsl á. Það var Einar; lítið eitt skeggj-
aðri og ellilegri, en þegar hann sá hann síðast, en að öðru leyti
hinn sami. Hann slangraði áfram eptir sporinu, og sá Arni fljótt,
að hann var mjög drukkinn. Hann leit aptur. Lestin var enn
um 50 faðma burtu, en eptir fá augnablik mundi hún verða kom-
in til þeirra og yfir Einar, ef hann viki ekki úr vegi.
Hann sá, að svo búið mátti ekki standa. »Einar!« hrópaði
hann, »forðaðu þjer frá lestinni.« Einar leit til hans og svaraði
með einhverju, sem byrjaði með »God damn,« og hjelt áfram. Lest-
in þrumaði nokkra faðma fyrir aptan hann. Stálteinarnir titruðu,
þegar hinir þungu vagnar runnu eptir þeim. Kyndarinn sá nú
manninn og hringdi bjöllu sinni, en árangurslaust. Einar var o