Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 63
63 tekningunum er jafnan fundið og mælist það almennt vel fyrir — hafa fengið þetta göfgiseinkenni, þessa hollu ábyrgðartilfinningu, hygg jeg að sumpart eigi rót sína í því, að þær eru samvizka lítil- sigldrar, lýðhollrar þjóðar; sumpart í því, að flest skáldin eru fædd af bændafólki, eða eru barnabörn bænda. Svo er um Ludvig Hol- berg, Peder Dass, Henrik Wergeland, Camilla Collett, Aasmund Vinje, Ivar Aasen, Jonas Lie, Arne Garborg, Amalie Skrarn, Knut Hamsun, með öðrum orðum: nálega alla, sem jeg hef minnzt á. Og eins er það í öllum öðrum listum. Engin önnur þjóð, sem jeg þekki til, er svona gjörð. Þetta skýrir einnig, að þótt lista- mannsnáttúran sje nú svona mikil, þótt dásamlega kunni að vera gengið frá ýmsu einstöku í bókunum, þá eru þær sjálfar ekki altjent nein listaverk. Listamannsnáttúran er arfur; vjer verðum sem sje að gá að þvi, að »list« eða íþrótt er hugtak, sem grípur yfir miklu meira en það, sem unnið er á myndagerðarstofunum eða við skrifborð- in. Unga stúlkan, sem laðar að sjer góðan þokka allra, gjörir það optast af því, að hún skilur sjálfa sig og aðra og hagar breytni sinni eptir því, og það er íþrótt. Húsfreyjan, eða húsbóndinn, sem kallað er að hafi »gott lag« og geti því »komið því til«, hafa þá einnig hina hagvirku hönd listamannsins. Eins er um laghent- an iðnaðarmann. Svo það er engin furða, þótt margir listamenn komi upp hjá þjóð, sem býr við stórfelda náttúru og lifir undir kringumstæðum, sem neyða menn til að hjálpa sjer sjálfum og treysta sjálfum sjer. Fjölskyldurnar búa svo sem ekki saman í þorpunum, þær búa hver í sinum bæ, og þær eru umkringdar af hættum, og aðgætin augu hvíla á þeim; því að menn þekkja hver annan langt fram í ættir. En arfgeng listamannsnáttúra er ekki undireins menntun. Menntun er það, að geta metið hið sanna gildi alls og allra. Um skilyrðin fyrir því, að unnt sje að greina það með vissu, er það að segja, — að þótt þau hrökkvi til meðan við lifum sem bændur, iðnaðarmenn, eða jafnvel embættismenn, — þá hrökkva þau ekki til, þegar hærra dregur og lengra út á við. Það má afla sjer þeirra með ástundun, það er gullsatt; en hið næma skyn á samræmi, sem fornættir menningarinnar hafa, er nærri þvi einkarrjettur þeirra; það er erfitt að afla sjer þess, og því vantar það opt í listaverkum þeirra manna, sem komnir eru af bændaættum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.