Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 69
69 i brýn; þeir trúðu því fastlega samkvæmt kenningu Jesú Krists, að náðar- boðskapurinn ætti að boðast öllum, bæði Gyðingjum og heiðingjum, því að guð vildi að allir yrðu sáluhólpnir og kæmust til þekkingar á sann- leikanum (1 Tím. 2,4). Þessi skoðun þeirra kemur fram hvervetna í nýja testamentinu; jeg bið menn að athuga t. a. m. þessa ritningarstaði: Post. gjörn. 1,8; 2, 39; 3, 25; sbr. Matt. 28, 19; Lúk. 24, 47 og Matt. 8, 11. En það, sem þeir i fyrstu misskildu, var þetta, að þeir álitu, að allir heiðingjarnir yrðu fyrst að láta umskerast og gangast undir að hlýðnast Móselögmáli í öllum greinum, áður en þeir gætu meðtekið skirn og gengið inn i hinn kristna söfnuð. Pað var þessi ranga skoðun Pjeturs postula, sem Drottinn vildi leiðrjetta með sýn þeirri, er birtist Pjetri. Að bera hinum fyrstu kristnu mönnum á brýn kærleiksleysi, hefi jeg engan heyrt gera nema síra V. í þetta sinn; jeg hefi þvert á móti ávallt heyrt til þess tekið, hve hinn kristilegi kærleiki hafi blómgazt meðal þeirra; hinn fyrsti kristni söfnuður hefir alltaf verið talinn fýrir- mynd allra manna einmitt hvað kærleikann og kærleiksverkin snertir. Hjá þeim var trúin eigi köld játning varanna, heldur líf helgað Jesú Kristi, drottni vorum, lif eptir hans dyggðadæmi, lif eptir hans boðum og kenningu, sjálfsfórnunar-, en ekki sjergæzku líf. Pess vegna gáfu þeir jafnvel aleigu sína og enginn sagði það að vera sitt, er hann átti; því að allur söfnuðurinn var eitt hjarta og ein sál (Post. gjörn. 4, 3 2). Til þess að sannfæra menn um, hve röng þessi ákæra er gegn hinum fyrstu kristnu mönnum, þarf jeg eigi annað en biðja menn að lesa kvæði síra V. sjálfs í Biflíuljóðunum um »hinn fyrsta söfnuð« (bls. 348); i því kvæði er höf. samdóma nýja testamentinu, og kemst hann þannig i mót- sögn við sjálfan sig. Hin skarpa aðgreining á trú og kærleika, í sömu merking og nú tíðkast, átti sjer ekki stað í hinni fyrstu kristni; trú án kærleika var ekki talin sönn, kristileg trú. Það er einmitt gegn slíkri skoðun, að Jakob talar í brjefi sinu, og þótt einhvers staðar á Sýrlandi hafi komið fram sú skoðun meðal kristnaðra Gvðinga, að viðurkenning hinna kristilegu sanninda i orði væri kristileg trú, þá getur síra V. ekki borið hinum fyrstu kristnu mönnum og Pjetri postula slikt á brýn. Frá- sagan um Kornelius í Post. gjörn. 10. kap. gefur enga ástæðu til slíks, heldur þvert á móti. Enginn kapituli i nýja testamentinu sýnir oss betur nauðsyn trúarinnar á Jesú Krist til sáluhjálpar, en sá kapituli, sje hann lesinn til enda. Það mun ekki eiga við að fara lengra út í þessa sálma hjer; EIM- REIÐIN hefir hingað til ekkert trúvarnarrit verið. En það hryggir mig, að annað eins erindi og þetta skuli standa í þessu kvæðasafni, sem mjer fyrir margra hluta sakir er svo kært, þótt jeg geti ekki neitað þvi, að mjer hafa brugðizt vonir mínar, hvað sum kvæðin snertir i þessum síðara parti. Þrátt fyrir þessa galla á einstöku kvæðum, má óhætt fullyrða að Bifliuljóðin sjeu í heild sinni stórmerkileg bók, og einhver hin lang- merkilegasta í bókmenntum vorum. Pað er mikið þrekvirki að hafa afkastað slíku, og einkum þegar þess er gætt, að höfundurinn er prestur, sem situr á fremur rýru sveitabrauði, og hefir ekki einu sinni fengið tækifæri til að kynna sjer menntalif annara þjóða öðruvisi en af bókum;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.