Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 24
24 daga í röð á undan þretn af helgidögum ársins, nefnilega allraheilagra- messu og tveim af imbrudögunum. fann náttverð sinn og heimilisfólks sins, þess er skylt var að fasta, sem bóndanum sparaðist næstu þrjá föstudaga á undan þessum helgidögum, eða með öðrum orðum jafnmikið og hann og heimilisfólk hans mundi hafa neytt, ef fastan hefði ekki verið, átti hann að gefa þurfamönnum í hreppnum, og mátti það ekki vera »fiskanáttverður«, heldur annar betri matur. Eins og þurfamanna- tíundin vóru matgjafirnar inntar af hendi beinlinis til þurfamannanna sjálfra, samkvæmt þeim reglum, er hreppstjórnin setti á hreppsþinginu hvert haust. Færðist einhver bóndi undan þvi að inna af hendi þurfa- mannatíund eða matgjafir, mátti neyða hann til þess með lögsókn, og vóru þá tveir rjettir sakaraðilar gegn honum, annaðhvort einn af sóknar- mönnunum (hreppstjórunum) eða sá þurfamaður, er átti að fá þessi gjöld. Varð þá bóndinn í stað matgjafa þeirra, er hann hafði þverskallazt við að inna af hendi, að greiða skaðabætur, er kölluðust matgjald. En auk þessara föstu og vissu gjalda eða styrks til þurfamanna i hreppnum, var og á ýmsan hátt búið svo í haginn fyrir þá, að þeim gæti á stundum áskotnazt aðrar lausatekjur. Það var þannig lögákveðið, að menn skyldu gefa þurfamönnum hinn fimmta hlut af öllu því kvik- fje, er færist af slysum, og eigi væri beinlínis slátrað, og eins af kálfum, er skornir vóru áður en þeir urðu þriggja nátta gamlir, en kjöt þeirra mátti þó því að eins nýta, að þeim hefði verið matur gefinn. f*á áttu menn og að gefa þurfamönnum % af öllum afla og veiði á helgidögum og eins af rekavið þeim, er menn þá fundu eða björguðu á land. Stæði svo á, að menn yrðu að vinna á helgidögum til þess að bjarga skipi sinu eða vörum undan sjó, áttu menn og að greiða þurfamönnum eina alin vaðmáls eða ullarreyfi, þeirra er 6 gerðu hespu. ■ Auk þessara föstu og lausu gjalda til þurfamanna, var þeirn þurfa- mönnum, er höfðu mikla ómegð, ívilnað á ýmsan hátt um fram aðra betur megandi. Þannig var þeim leyft að róa til fiskjar á helgidögum, eins þá, er öðrum var bannað, og þeir máttu setja upp hærra kaup fyrir vinnu sina, en öðrum var leyfilegt að taka. Enn fremur var svo ákveðið i lögum, að allar þær gjafir, er menn gæfu slíkum þurfamönnum ótil- kvaddir og af frjálsum vilja, skyldu skoðast sem sálugjafir og gefnar fyrir guðs sakir. Til framfærslu sektarómaga og þeirra annara ómaga, er þing- sóknin eða fjórðungurinn átti fram að færa, skyldi verja þeim helm- ingi fjár hinna seku fjörbaugsmanna og skógarmanna, er dæmt hafði verið þingunautum eða fjórðungsmönnum að fjeránsdóminum, þegar fje þeirra var gert upptækt. En hrykki þetta sektarfje ekki til þess að greiða meðgjöf með ómögunum, var eldi þeirra jafnað niður á þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.