Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 13
r3 Hann þurfti ekki lengi að bíða, áður hann heyrði skóhljóð í mölinni. Þá stóð hann upp og ranglaði á móti Einari. Honunt sýndust margir þokubaugar hringa sig um tunglið, og tindurinn vera svartari og slúta meira frarn en áður, rjett eins og hann ætl- aði að hrynja ofan yíir hann og hylja hann í grjóti og aur að eilífu. »Þú hjerna, Arni?« sagði Einar og var auðsjeð, að honum var ekkert um það gefið að hitta hann þarna. »Og þú hjerna, þorparinn,« sagði Arni, skjálfraddaður af reiði. »Þú hefir víst átt erindið heim að Dal í kvöld. Jeg — jeg bjóst við að hitta þig hjerna, og því beið jeg. Þú skalt ekki optar slá mig flatan og kalla mig fyllisvín og þorpara. Þú skalt«------ »Farðu úr veginum, svo jeg komizt áfram«, sagði Einar. »Jeg eyði engum orðum við aðra eins drykkjuhunda og þú ert. Hafir þú nokkuð að kæra, þá gerðu það ófullur. Vit þitt er ekki of- mikið samt.« »Þú ferð ekki alveg strax«, sagði Arni og gekk nær honum. Hann dró ótt andann og var þrútinn í andliti af víndrykkju og reiði, og varirnar opnuðust svo að skein í báða tanngarðana. Á þeirri stund liafði hið dýrslega eðli hans fengið yfirhönd og rekið á flótta allt hið nýtilega, er í honum bjó. »Viltu fara úr veginum eða ekki?« sagði Einar og ætlaði að fara fram hjá honum. »Farðu til andsk......«, sagði Arni og sló hann í höfuðið af öllu því heljarafli, sem reiðin hafði aukið honum. Einar hrökk frá við höggið, því hann hafði ekki búizt við því, en þegar reið annað í andlit hans. Hann svimaði og riðaði til, og áður hann gæti komið vörn fyrir sig, hljóp Arni að honum og þreif hann á lopt og slengdi honum af öllu afli niður í grjótið. Hann rak upp snöggt ámátlegt vein, og lá hreyfingarlaus; en blóð fjell af vit- um hans. Þá vaknaði Arni eins og af svefni, og sá, hvað hann hafði gert. Olæðið rann af honum á svipstundu, og í þess stað greip hann svo mikil hræðsla, að hann titraði. Hann kraup niður hjá Einari, en sá ekkert lífsmark með honum. Höfuð hans hafði sleg- izt við hellu, svo hann rotaðist, og andlit hans var blóðugt. »Jeg hef drepið hann,« sagði Arni gagntekinn af skelfingu, og leit í kringum sig, eins og hann ætti óvina von úr öllum áttum. Hann sá engan. Það hafði enginn verið sjónarvottur að viðureign
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.