Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.01.1898, Blaðsíða 16
16 drukkinn til að veita því eptirtekt, og svo var hávaðinn og skröltið á allar hliðar. A því augnabliki sá Arni það eitt, að Einar var í dauðans hættu og mundi láta líf sitt undir iestinni, nema einhver óvænt hjálp kæmi. Eeir, sem á táinu stóðu, horfðu á manninn og æptu á hann, en ljetu þar við sitja. Arni sá, að eptir fáein augnablik mundi lestin fara yfir hann. Hún var nú rjett á hælum hans. Það var engu líkara, en að Einar væri heyrnarlaus. Arni stóðst þetta eigi lengur, heldur þaut í hendingskasti fram á sporið, rjett íyrir framan lestina, þreif Einar og hratt honum út af sporinu, svo hann lá flatur, en þó frelsaður. En þegar Arni ætlaði sjálfur að snara sjer útaf, festi hann annan fótinn milli trjebandanna í sporinu, kastaðist áfram og út af því, og áður hann gæti losað sig, æddi lestin yfir hann, og tók af honum báða fætur um hnjen. Og nú er dagurinn liðinn og aptur kominn nótt. í slysa-deildinni (Accident Ward) á Winnipeg sjúkrahúsinu lá Arni og tveir læknar stóðu yfir honum. Þangað hafði hann verið fluttur undir eins eptir slysið. Hann lá þar nú fölur og meðvitundarlaus, og hinni skínandi, hvítu birtu frá rafmagnsljós- inu sló í andlit honum, og gerði það enn hvítara og dauðalegra. »Herra læknir, haldið þjer að hann lifi ?« spurði ung kona, sem sat grátandi við hvílu hans. »Lifir til morguns — í lengsta lagi.« Stundu siðar opnaði sjúklingurinn augun. '»Anna!« Henni var svo þungt innan brjósts, að hún gat engu svarað. »Komst hann af?« spurði hann. »Já,« sagði hún lágt. »Guði sje lof! Þá er synd mín afmáð og jeg get dáið ró- legur.-----En Anna------------- »Já.« »Lofaðu mjer að halda í hönd þína — svona — eins og jeg gerði einu sinni áður. Og sittu þannig, að jeg geti horft i augun á þjer — beint í augun á þjer — meðan jeg er að deyja.« Svo leið nokkur stund. »Anna.« »Já.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.