Eimreiðin - 01.05.1903, Qupperneq 7
87
þeir félagar Sig. Johansen og Thorsten Bryne í Stafangri. l’ar
mun nú stærst verzlun önnur en Gránufélagið.1 Johansen er góð-
menni en mjög örgeðja eins og margir Norðmenn aðrir en Han-
sen konsúll.2 Vöruhús er þar fram undan og bátabryggja.
Pá er langur spölur nær óbygður vestur um útnorðurhorn
hafnarinnar og suður með Öldunni alt að litla húsinu, sem nyrzt
sést á myndinni og er hesthús Pórarins kaupmanns. Um þetta
svæði er þjóðvegur snjóflóðanna, og hann ruddi flóðið mikla 1885
svo rækilega, einkum á sjálfum króknum, að þar byggir enginn
hús fremar, því þar á hvert flóð beina braut til sjávar. Þó þar
sé verst, er ekkert af svæðinu vel trygt og tæplega hesthúsið.
far litlu norðar, þar sem myndinni sleppur, hefir Pórarinn þó
bygt nýtt vöruhús 1898. Enn norðar stendur þar annað vöruhús
hans neðan götu við sjóinn og bryggjustúfur fram af, en þar ofan
götu stóð áður mikið hús og var kallað Glasgów. Pað bygðu
Thomsen og Petræus, danskir menn, 1848 og verzluðu þar til
1859. Pá kaupa húsin Henderson og Anderson, enskir menn, og
verzla þar til 1875. Par var verzlunarstj. Jón Hall, sem nú er á
Starmýri. 1875 kaupir V. T. Thostrup Glasgów og hafði fyrir
vörur, unz það brann 1898. Glasgów varð fræg fyrir viðureign
sína við snjóflóðið mikla; hún klauf flóðið á sér og stóð ein eftir,
en flóðið tók af henni syðri endann og bar út á fjörð. í hinum
vóru kol og hann sat fastur, en húsið stóð þar síðan hornskakt
og söðulbakað, unz það brann.3
1 Nú 1903, hefir Zöllner keypt verzkinina og kvað ætla að leggja hana niður.
2 far úti vóru eitt sinn fleiri hús; eitt var Nóatún, torfbær. Hann keypti
Köhler, Norðmaður, gerði þar timburhús og flutti síðan suður yfir fjörð, og heitir
það enn Köhlershús fyrir utan Búðareyri.
3 far stóðu áður nálægt króknum 14 hús. Meðal þeirra vóru þessi: Hótel
Chr. Thostrups, bróður kaupmannsins. Pað stóð norðan við Glasgów. forsteins-
hús, tengdaföður Fr. Wathne’s. Hús V. Blöndals, búðarmanns í Norskubúðinni.
fau stóðu hjá læknum. Þar var Vingólf, hús A. Jörgensens bakara og í því
hafði Markús Johnsen lyfjabúð sína. Þar var og hús Sigurðar í Alfhól,
Grund, Gestshús og Ingólfur. í honum var barnaskóli.
Þessum húsum öllum og mörgum öðrum, 14 íbúðarhúsum alls, sópaði snjóflóð-
ið burt 18. febr. 1885, kl. 8 um morguninn. og bar út á Leiru. Sumt fólkið var
nýklætt, sumt að klæða sig, en sumt í rúmunum þegar flóðið fór að eins og reiðar-
slag og tók hvern þar sem hann var staddur með húsunum, en kæfði sumt, rotaði
eða limlesti. Alt var um garð gengið á fáum mínútum og fólkið í hinum húsunum
heyrði aðeins snöggvast eins og þunga dunu, og þegar út var komið var öll Aldan
og Leiran eins og í þykku þokukafi eftir snjóflugið. ]?á lágu sum húsin mölbrotin