Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Page 8

Eimreiðin - 01.05.1903, Page 8
88 Pá ber næst á myndinni lítið hús í annað lengra. Litla hús- ið er kallað Reykdalshús. Pað stóð áður úti með firði. Pað á í’órarinn kaupm. og leigir. Par vóru fyrst Austri og Skafti, síð- ar prentsmiðja Bjarka og nú er þar skófélagið. Bað félag er tveggja ára og kvað varla »geta gengið« fyrir skóleysi. Langa húsið er Neðribúðin. Hana bygði jón Árnason, kallaður Árna- sen, 1856, hafði áður verzlað 2 ár á Eyrinni (Vestdalseyri), en var þar áður verzlunarstj. Ö. &W. Á Öldunni verzlaði hann undir nafni Knutzons og var það kölluð Neðribúðin til aðgreiningar frá Glas- gów, sem var ofar. V. T. Thostrup kaupir af Knutzon 1873, en Tórarinn Guðmundsson af Thostrup 1901. Verzlunin er, að sögn, minni nú en áður, enda telur Pórarinn kaupmaður hina eldri tíma betri, þegar hann var verzlunarstj. í Ólafsvík og einn þar um hit- una og engin gufuskip, en seglskipin komu reglulega einu sinni og tvisvar á ári.* 1 Rasmussensbúð er næst og álma vestur úr norðurenda. Par bygði fyrst hús Teitur nokkur Ingimundarson 1885. Pað var tvíloftað og brann síðar. Rofin keypti Finnbogi gestgjafi og gerði úr hús og hafði fyrir billíarðstofu, og er suðurendinn oft kallaður Billíarðinn. Par í enn nýrri álmu er Brennivínsfélagið, sem fæddist 1899, þegar nýju vínlögin komu. Pví stjórnar Jóhann kaupm. Jónsson, því það gat ekki lifað nema bindindismaður stýrði því og það er Jóhann.2 út á Leiru en sum hálf, svo að þakhlutinn hélt sér nokkuð, og var fólkið að skríða þar út úr og berjast fyrir lífinu í krapahrönninni nakið eða á nærklæðum, menn, konur og börn; því vildi til lífs að fjara -var, annars hefði alt farist. Einn afþeim, sem barg sér og sínum með hörkubrögðum, var A. Jörgensen bakari. í*ar létust 24 menn. Nafnkendastir þeirra vóru Markús lyfsali og Geirm. Gudmundsson fyrv. verzlunarstj. á Siglufirði. Skaðinn var metinn 55,600 kr. Fjöldi útihúsa fórst og grúi af fiskihjöllum milli Öldu og Vestdalseyrar. Petta snjóflóð er hér einstakt, enda hafði þá snjóað samfelt í 6 vikur. Snjóflóð eru hér ekki tíð og í 4 ár hefi ég ekki orðið svo frægur að sjá neitt. Húsagrúinn, sem kominn var á þetta svæði, sýnir og að næsta flóð áður hefir verið liðið öllum úr minni. Yfir þessum eina stað er og laut uppi í Bjólfinum, sem snjóhengja getur myndast í. Annarstaðar ekki. Vatns- flóð lítið 13. jan. 1882 skemdi hótel Thostrup’s og hús Jónasar Stephensen’s, en ekki annað. 1 í*ar milli búðanna efri og neðri var áður lítið hús, sem bókbindari átti. fað fauk í svo kölluðum Pálsmessubyl með manninum í, svo hann beið bana. í^að hús var fyrst bygt úr timbri á Seyðisfirði annað en verzlunarhúsin. 2 Nú 1903 er það fél. dautt og ekki selt brennivín á Seyðisf. nema á »hóteli« Kristjáns og í lyfjabúðinni.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.