Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Síða 10

Eimreiðin - 01.05.1903, Síða 10
90 Þar sunnar, nær lóninu, sjást tveir litlir gaflar ljósir. Hinn nyrðri er á útihúsi Stefáns Th. Jónssonar kaupm. en hinn er á hinu gamla íbúðarhúsi hans. Pað hús bygðu þeir Stefán og Sig. Johansen upp úr gömlu húsi, sem stóð úti hjá Norskubúð. í því hafði Chr. Ernst eitt sinn meðalasölu, bróðir Ernst lyfsala, en lið- legur drengur og viðkunnanlegur. Eetta hús á myndinni brann 1898 og kviknaði eldurinn undir loftinu, þar sem Stefán svaf uppi yfir með konu sinni og börnum og munaði litlu, að þau hröpuðu niður 1 eldinn og hefði þar orðið sá mannskaði, sem Seyðisfj. mátti síst við, því Stefán er hér einn nýtastur manna, fjölhæfur og framkvæmda- satnur. Nú heflr hann reist þar nýtt hús, eitt stærsta og myndarlegasta hús í bænum og gæti farið með sóma hvert á land sem vildi, og er þó kvist- urinn vel lítill. Ear er búð Stefáns, úr- smíðastofa og bú- staður hans, þægi- legur mjög og prýðilegur. Par grámatar á lítið hús bak við og sést þó varla nema strompurinn. Pað heitir Nóatún. Pað átti Kristján Nói (Jónsson), sem síðar keypti Auroru. Nú veit eg ekkert hver á. Pað hús stóð áður úti hjá Norskubúð, en flýði með öðrum snjóflóðin. Bak við öll þessi hús ber tvö ljós þök hæst við höfnina. Pað syðra, með tveim strompum, er Sýslumannshúsið. Um það er girtur garður og grasblettur. Pað hús lét Einar Thorlacius reisa eftir að hann kom til sýslunnar 1880, en Jóhannes sýslum. keypti af honum og býr þar nú. Ear er sparisjóður Sfj. og þar var fyrst skrifstofa Bjarka á loftinu. Par niðri var og Eggert Briem sýslum. meðan hann var settur hér. Nyrðra húsið er Barnaskólinn bygður 1883, en áður var barnakensla í Ingólfi, sem flóðið tók. Á kvistinum er »Amts- bókasafnið« en bókaverzlun Lárusar Tómassonar niðri.1 Par 1 Nú, 1903, er Lárus og bókverzlun hans komin í nýtt hús, sem hann hefir bygt norður af Sólvangi.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.