Eimreiðin - 01.05.1903, Qupperneq 14
94
Við komumst nú ekki meö ánni og verðum því að krækja
veginn upp fyrir Johansen inn bakkann. Par bak við Johansen
göngum við lítinn stíg frá veginum niður að ánni, því þar úti í
sjálfri ánni stendur Sútunarhúsið, fyrsta á landinu síðan verk-
smiðjur Skúla fógeta liðu undir lok. Sútarinn heitir Berg, Norð-
maður frá Stafangri, ötull maður og starfsmaður mesti og hefir
brotist í gegnum þetta efnalítill með lánum, en trúir fastlega, að
þetta geti verið hér góð atvinna og arðvænleg. — Par innar á
bakkanum eiga bæi og hús þeir Teitur Andrésson, Jón Gunn-
steinsson, Böðvar og Ólafur ræðumaður, skrítinn karl og orð-
heppinn.
BÚÐAREYRI. Pá er Aldan búin og höldum við þá út yfir
brúna út á Búðareyri. Brúin er neðst á ánni niður við Leiruna.
Hún er sýnd á myndinni á bls. 198 (Eimr. VIII). Hér á Fjarð-
ará var fyrst gerð brú eftir 1880. Pað gerði Otto Wathne eftir
að hann bygði á Búðareyri; það var aðeins gangbrú bygð á staur-
um, og mun það hafa verið nál. 1890, að ísrek tók hana og fór
með sprekin út á fjörð. Pá var brúarlaust með öllu um stund og
ferjaði Einar gamli á Ósi menn þá yfir ána, og Ernst lyfsali seg-
ist þá hafa reitt gesti sína yfir á sjálfum sér. Bessu mun hafa
gengið 2 ár eða 3. Bá skoraði almannafundur á sveitarstjórnina,
að brúa ána og varð það úr, að brúarbygging var ákveðin; skyldi
það traust brú og tekið lán til. O. Wathne bauð að byggja
brúna fyrir 4000 kr. en kvaðst síðan hafa skaðast á byggingunni
og fékk 1000 kr. uppbót, án þess hann sýndi þó nokkra reikn-
inga. Pað eru því tilhæfulaus munnmæli, sem þó hafa heyrst,
að Wathne hafi bygt brúna að nokkru eöa öllu fyrir sitt fé.
Á sömu mynd sést gaílinn á næsta húsi á bakkanum. Eað
er Lyfjabúðin. Hana bygði Ernst lyfsali nál. 1890. Pað hús
er að því leyti einstakt í bænum, að ekkert er lagað í kring um
það, og vaða menn að því aurinn og forina vetur og sumar. í*að
er og glampaskjótt og hefir verið hálfmálað árum saman. Á
Fjarðarmyndinni á bls. 197 (Eimr. VIII) sést á hlið hússins næst
ánni. Að baki því norðan við sér á húsgafl. Bað er Bjarki, sem
kallaður hefir verið, því húsið var bygt handa Bjarka og ritstjóra
hans 1897, en austurendann á Árni Jóhannsson, sýsluskrifari. Bar
bjuggum við saman um stund Kristján læknir og ég. En bak við
þessi bæði sést hús með girðing umhverfis. Bað hefir Lars
Imsland látið byggja og býr þar. Bað er laglegt hús og vel