Eimreiðin - 01.05.1903, Page 17
97
teinum á og ná neðan götu alt út að Wathne’sbúð, sem nú er.
Pak hennar ber yfir Angróhúsin á myndinni. Fram af búðinni -er
lítil bryggja og bryggjuhöfuðið barkskip, sem þar er fest við og
geymd í kol. Húsið og bryggjuna mun O. W. hafa látið gera
um 1894, og eru þau merkileg að því leyti, að þau ein mann-
virki mun Otto Wathne hafa gert hér fyrir eigið fé auk íbúðar-
húss síns og viðbótarinnar við Angróna og Madsenshús. Verzlun
hans hefir alt af verið lítil og mest við vinnulið sitt og Færeyinga
og gengið á tréfótum þangað til nú síðustu árin. Par upp undan
sjást á myndinni tvö hús og hið neðra með kvisti og garði um
kring. Pað er Wathne’shús, myndað á bls. 198 (Eimr. VIII).
Pað er myndarlegt hús með öllum þægindum, t. d. vatnsleiðslu í
eins og járnhús Garðars og spítalinn. Pað lét O. W. byggja nál.
1890 og bjó þar síðan og Fr. Wathne eftir hann og Guðrún
ekkja O. W., þegar hún dvelur hér. Efra húsið er hús Carls
Wathne, nýtt hús.
Pá sjást næst tvær burstir lágar fast saman. Pau hús kall-
ast Gamla kompaníið. I’ar hefir aurskriða runnið fram hvað
eftir annað og húsin nær sokkin að þökum, en nafnið stafar af
því, að þau hús bygði Jacobsen & Co frá Mandal 1868 að því
er segir í skýrslu Trolle's kapteins, sem hann gaf stjórninni um
félög á Sf. og prentuö er í stj.t. Jacobsen og þeir fél. vóru frum-
herjar og frömuðir síldarveiða hér á Austfjörðum, og það gaf svo
Otto Wathne og öðrum dugandi Norðmönnum og íslendingum
áræði til að feta í þau spor, sem það hafði gengið á undan þeim,
því þetta fél. hefir verið hér þrautseigast allra manna að síldar-
veiði og selur loks O. Wathne hús og bryggju 1895. Jacobsen
verzlaði líka með timbur.
Pá sést einstakur húsgafl utar og nær sjónum. Eað er gamla
Pöntunarfélagsbúðin og bryggja fram af og alt saman kallað
vanalega Pöntunin, bæði húsið og félagið, en lyfsalinn (Ernst)
kallar það »Punteselskabet« á sínu máli. Par upp af fyrir neðan
götuna hefir Jón í Múla látið byggja nýtt hús fyrir verzlunina og
kallað í Múla og svo ætlar hann að kalia, hvar sem hann býr.
Pað er fallegt hús, en sést ekki á myndinni, líklega ekki til þá,
bygt '99? En gömlu húsin og bryggjuna bygði Jacobsen & Lund,
síldarveiðafélagið frá Mandal, sem fyr er nefnt, 1868, að því er
Sigurður bóndi í Firði segir og afsals- og veðbréfabækur kaup-
staðarins, en Pöntunin keypti alt saman 1892. Á þeirri bryggju
7