Eimreiðin - 01.05.1903, Síða 23
103
sem hér er oft í Bindindishúsinu á vetrum, þá mun vera talin
helzta dægrastytting, sem menn hafa sér hér á vetrum nú um
aldamótin.
Sumarskemtanir manna hér eru líka mjög fábreyttar og
veldur því mest, að við erum hér í þröngnm tjallakvíum, og eig-
um að sækja yfir langa og erfiða fjallvegi, hvert sem út úr firð-
innm er farið á landi. Hestaeign er hér afardýr og launar illa
kostnaðinn, þar sem varla verður riðið annað en lítinn spotta inn
í dalinn eða út með firði ógreiðan veg. Og þó eiga menn hér
hesta vonum meira og þá góða suma. Sýslumaður, Jón í Múla
og Jóhann Vigfússon eru hér reiðmenn fræknastir, síðan Snorri
Wiium dó. Fleiri eiga hér hesta og ríða einstöku sinnum til
gamans inn í annanhvorn dalinn eða út á Eyri. Oft fara menn
hér fleiri eða færri saman einu sinni eða tvisvar á sumri upp yfir
heiði skemtiferð upp í Hallormsstaðarskóg eða annað, og þjóð-
minningardagar á Egilsstöðum hafa verið fjölsóttir hér neðan að.
Á sjó fara menn sér fátt til skemtunar og skemtisiglingar eru hér
lítið æfðar, en fiskiveiðafélagið, sem Imsland veitir forstöðu, hefir
látið gufuskip sín flytja bæjarmenn ókeypis smá gamanferðir á
sumrin til næstu fjarðanna og er bezti greiði.
Kaffidag heldur kvenfólkið hér oftast á sumrin, fer þá
með kaffi og mesta góðgæti hér upp í Botna og býður mönnum
til. Petta er víst sérstakleg skemtun á Seyðisfirði og oftast glöð
stund og góð. Ekki hafa karlmennirnir enn þá fundið upp neinn
slíkan dag handa kvenfólkinu, og er það merkilegur gáfna-
skortur.
Sitthvað gera menn sér til gamans, sem er reyndar smátt,
en fjörgar þó og lífgar daglega amstrið. Margir fara hér með
öngla sína og færi út á fjörð við og við og er það meira til
hressingar en hagsmuna. Síðara hluta sumars fer fjöldi manna
með stengur sínar inn í Fjarðará og veiðir silunga og er góð
hressing. Par er inst foss í ánni og mikill hylur undir og veiði-
sæll. Sund hefir verið lítið tíðkað hér. Munu fáir hafa kunnað
það og þeir þá numið það erlendis, svo sem Jörgensen bakari og
Hrólfur Johansen. Pó var fyrir nokkrum árum bygð hér tjörn
uppi undir fjalli og skotið fé saman til, en í fyrra tók bæjar-
stjórnin að sér málið og lagði fé fram til sundkenslu, og er það
mál því nú í bezta horfi og kennari ráðinn. Hjólhestar sjást hér
á götunum og ríður Stefán Th. Jónsson mest, en Eyjólfur bróðir