Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Side 25

Eimreiðin - 01.05.1903, Side 25
105 boðist til að ryðja göturnar fyrir nokkra aura á dag, en bæjar- stjórnin »hefir ekki séð sér fært að sinna því boði«, og þykir hentugra að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og vinnukon- urnar klofa eftir mjólk og brauði til dagsins, svo þær stirðni ekki í liðamótunum. Okkur hinum er þetta minna til baga, nema þeg- ar svo ber undir, að afmælisdagar heldri borgaranna hitta á slík óþægindi, því það eru beztu dagar ársins. Seyðfirðingar hafa margir þann kostasið, að halda afmælisveizlur, og hafa menn því vakandi auga hér á öllum fæðingardögum. IJá koma karlmenn- irnir til afmælismannsins fyrst nálægt hádeginu og færa honum hamingjuóskir, en ekki neinar gjafir, og ætlast enginn til þess. Fá gestirnir þá vín eða öl og sitja menn i til 2 stundir yfir því, en að lokum býður »barnið« þeim til kvoldverðar, kannske öllum sem koma, og eru það oft ágætis veizlur og höfðinglegar, skemta menn sér þar ýmist með samræðum, spilum, skák, kotru eða jólaleikum og oft við músík. Pessi kvöld eru ein hin beztu og alúðlegustu, sem ég hefi nokkurstaðar kynst. Rausnarlegastar eru veizlurnar hjá þeim Imsland gamla, Pórarni kaupmanni og Johan- sen og vórú þær þó víða góðar og alstaðar frjálslegar og óbundn- ar. Par eru bæði karlar og konur. Einhverja smágleði halda húsfreyjur líka hver annari, en það mun helzt vera kaffi, súkku- laði og sætabrauð. fessi tízka Seyðfirðinga er að vísu nokkuð dýr, en hún er mannsleg og hefir margt gott af sér leitt. BÓKMENTIR OG LISTIR eru hér fátæklegar sem von er, þar sem bærinn má heita meö öllu bókalaus. Einstakir menn eiga lítið af bókum, ég veit ekki um Jón í Múla, og þeir Jóhann- es sýslumaður og læknirinn eru eðlilega nú að byrja að afla sér bóka. Lárus bóksali á og dálítið, og eins Stefán Jónsson, en aðrir eiga lítið annað en það, sem slæðst hefir inn með Jóla-, fermingar- og afmælisgjöfum, og þekkja allir þær bókmentir. Bókasafnið (Austuramtsins) verður varla talið, því fyrst er það að eins fá hundruð bindi og margt af því eitt og eitt hefti á stangli úr verkum og tímaritum og sumt af lélegasta ruslinu úr bókagerð Dana, sem legið hefir hjá útgefendum og enginn keypt. Ein og ein bók hefir slæðst með eftir kunna menn, mest skáld- rit, smárusl t. d. eftir Drachmann, en ekki ein lína eftir Georg Brandes né Björnsson og að eins 1 bók eftir Troels Lund, svo nefnd séu dæmi. Að vísindabókum eða öðrum fræðibókum al- mennum er til lítils að leita. Almenn bókmentasaga er þar eng-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.