Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Page 38

Eimreiðin - 01.05.1903, Page 38
118 skólum, er söngkenslan ófullnægjandi. — Pað er augljós munurinn á því, að kenna mönnum utanað eina rödd í nokkrum kórlögum og á hinu, að gera þá svo úr garði, að þeir geti sjálfir hjálpar- laust lært hverja rödd og hver.t lag, sem þeim sýnist, því þegar menn geta það, þá gera nóturnar söngmanninum sama gagn eins og bókstahrnir í almennu ritmáli. Til þess að kenna mönnum að syngja eftir nótum, er byrjað á að syngja dúr-tónstigann upp og ofan, læra nöfnin á nótunum og að greina þær hverja frá annarri á strengjum og millibilum. Pá er tekið til við stærri tónbil, þríundir ÉP fimmundir o. s. frv. og æfingar, sem eru gerðar til að æfa hljóð- in við ýmis konar tónbil. Ef mönnum leiðast þær, þá má breyta til með einföldum lögum í C-dúr. Pessu er haldið áfram, þang- að til þeir eru orðnir leiknir í öllum tónbilum diatoniska tónstig- ans. Að því búnu er byrjað á þeim krömutiska, og loks koma hinir dúr-tónstigarnir G-dúr, D-dúr o. s. frv. og moll-tónstiginn. fað er áríðandi, að menn læri C-dúrtónstigann vel og vandlega, því þá má heita, að hitt komi af sjálfu sér. Árangurinn af þessu verður með samvizkusamlegri kenslu og ástundun nemendanna sá, að þeir geta lært af sjálfum sér lög, sem þá langar til, í hvaða tóntegund sem þau eru. Og þó að þeir lærðu ekkert annað í söng, þá yrði sú söngkensla þeim til tífalt rrieira gagns, heldur en sú, sem nú er »móðins«. Taktæf- ingar og nótnalestur eru þeir kaflar söngfræðinnar, sem ég álít að eigi að leggja mesta áherzlu áí skólum. Og ég tek það enn fram, það er gagnslaust að kenna mönnum nöfnin á nótunum, ef ekki fylgir meira með. Pað á að kenna þeim að syngja eftir þeim svo, að þær komi þeim að fullum not- um og verði þeim annað en krókar og klessur. Söngkennarinn á að lagfæra hljóð nemendanna, að svo miklu leyti, sem hægt er eftir kringumstæðum. það er ekki við því að búast, að það verði gert til hlítar, þar sem einn eða tveir tímar á viku eru ætlaðir mörgum mönnum, en talsvert má þó gera með góðum vilja. Hér er þó einn annmarki á. Ef kenn- arinn hefir ekkert lært í söng sjálfur, þá er honum vita-ómögulegt

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.