Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Side 41

Eimreiðin - 01.05.1903, Side 41
121 raddir, sem helzt vantar í, ef þeir geta með nokkru móti sungið þær, þó að þeir eigi að réttu lagi annarstaðar heima. Hvílíkt skaðræði það er fyrir hljóðin, hlýtur hver maður að sjá. I marg- rödduðum söng er byrjað á að syngja texta. Pað er alveg öfugt við það, sem reynslan sýnir að rétt er og gert er, þegar menn læra söng eftir reglum listarinnar. Pá er byrjað á æfingum, ein- stökum hljóðstöfum og samstöfum, og loks þegar festa er komin á hljóðin, sams konar hljómblær á háum og djúpum tónum og að öðru leyti allir stórgallar horfnir, þá fyrst er byrjað á lögum með texta. Loks tekur þessi kensla tvo mikinn tíma frá öðru, setn er margfalt gagnlegra og áður er á minst (nótnalestri), að það eitt ætti að vera nóg til þess, að menn takmörkuðu hana að mun. Ákjósanlegast væri ef til vill, að menn sleptu margrödduðum söng í skólum, en mynduðu sérstök söngfélög, sem æfðu hann utan skóla og kenslustunda undir umsjón söngkennarans. f’eim tíma, sem fer í allan þann utanaðlærdóm, er nú tíðkast, mætti þá verja til þess að leggja réttan grundvöll undir gagnlega söngfræðisþekk- ingu og söngkunnáttu nemendanna. Par að auki gætu þessi félög látið almenning njóta góðs af söng sínum og á þann hátt vakið sönglíf, þar sem þeirra nyti við. Hver hefir orðið var við, að »söngprófin«, sem haldin eru í skólum einu sinni eða aldrei á ári, gerðu nokkurn skapaðan hlut í þá átt? Pað er altítt, að menn koma sér hjá söngtímum, ef hægt er, eða svo var það í lærða skólanum að minsta kosti. IJeir segjast vera raddlausir, og þá er látið þar við sitja. Pað er auðvitað, að menn hafa að upplagi misgóð og mismikil hljóð, en ljót hljóð og lítil geta batnað og aukist með æfingu. Pað hafa ekki allir jafn- góða reikningsgáfu, og þó reyna flestir sig á samlagningu og frá- drætti; menn eru misnæmir á kverið, og gugna þó fæstir á boð- orðunnm fyr en í fulla hnefana. I skólum á hver nemandi að taka þátt í söng þangað til reynslan sýnir, að hann getur ekki lært hann. Pað ætti að vera undantekningarlaus skylda. Með tilliti til tónlistarinnar má sldfta mönnum í þrjá flokka: I. tónskáld, 2. söngmenn og hljóðfæramenn, og 3. áheyrendur. Pað er ekki öllum gefið að yrkja bögu, og ekki er stórum betra

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.