Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Page 44

Eimreiðin - 01.05.1903, Page 44
124 gleði af sorgarljóðum Beethowens. Pegar hann hlýðir á söng eða hljóðfæraslátt, þá hefir hann hugann á engu öðru en því, sem hann heyrir; hann fylgir laginu með eftirtekt og gerir sér far um að missa ekkert af þeirri listfegurð, sem í laginu felst; hann verð- ur alls var, sem snertir fagra byggingu, smekklega raddfærslu, hljóöfall o. fl. Hann nýtur hugsjöna og listar tónskáldsins. Af því, sem hér er sagt, sjáum vér, að sá maður, sem er sneyddur allri tónfræðislegri mentun, fer að meira eða minna leyti á mis við þá nautn, sem söngur og hljóðfærasláttur hefir í för með sér, skoðaður frá fagurfræðislegu sjónarmiði, hann skilur hann ekki til hlítar. Hve nær gera menn það? Pegar menn vita, hvað tónarnir merkja, kann einhver að segja. Pví neita ég algjörlega, af þeirri einföldu ástæðu, að það veit enginn maður, eða þá allir og enginn öðrum fremur. Pað er ómögulegt að tákna vissa hugsun, hugkvæmd eða tilfinningu með tónum. Par sem einn þættist verða haturs var í tónum, mundi annar kenna karlmensku, vígamóðs og hver veit hvers, og báðir hefðu jafn- mikið til síns máls. Pó að menn spreyti sig á þess konar dæm- um, þá komast þeir aldrei að neinni áreiðanlegri niðurstöðu; lausn- in verður til af þeirra eigin ímyndunarafli. Að ráða tónljóð er eins og að ráða drauma. Nei, ef menn verða þeirrar listar varir. sem fólgin er í sambandi og samræmi tóna og samhljóma, og geta gert sér ljósa grein fyrir þeirri fegurð, með tilliti til bygg- ingar, raddsetningar o. s. frv., sem ber fyrir eyrun, þegar um söng og hljóðfæraslátt er að ræða, þá skilja þeir tónljóðin til fulls. En margs af því fara þeir á mis, sem enga mentun hafa hlotið í þessum efnum. Eins og þeir geta orðið hrifnir af lagi, sem er gjörsneytt allri listfegurð, eins má vel vera, að þeim þyki lítið eða ekkert til lags koma, sem hefir þó verulegt tónlistargildi, að minsta kosti þangað til þeir kynnast því betur. Pá er það oft, að eftirtekt manna vaknar á ýmsu, sem framan af fór fyrir ofan garð og neðan. Og því æfðaðri og mentaðri sem maðurinn er, því fljótari er hann að finna, hvar feitt er á stykkinu. Pegar menn heyra margraddaðan söng í fyrsta skifti, þá þykir mönnum lítið til hans koma. Paö er auðvitað al því, að þeim heyrast raddirn- ar renna saman í einn óskiljanlegan graut. Smásaman fara menn að greina þær hverja frá annarri, og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Pví flóknari sem raddsetningin er, því erfiðara er að fylgja hverri rödd. IJá gera margir sér að góðu, að hanga við

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.