Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Page 49

Eimreiðin - 01.05.1903, Page 49
Miklukvísl, sem kom úr jöklinum, var vatnið helkalt, og lá ísskán á því við bakkana. Bæði kringum tjaldstaðinn og lengra burtu sáu þeir ýmsa fugia, hópa af svönum, grágæsum, endur og rjúpur. Þótti þeim þar fögur fjallasýn um sólarlagið: Rétt við þá mót norðri Hofs- jökull, hinumegin Þjórsár mót austri Vatnajökull og hin einkennilegu höfðafjöll Hágöngur, í suðri Hekla og í vestri Kerlingarfjöll, 29. ág. riðu þeir fram með jökulröndinni, yfir Miklukvísl og hinar mörgu Múlakvíslir, sem koma úr jöklinum. Þar sáust hingað og þangað eldgamlar reiðgötur, sem liðuðust milli flata með frábær- um jurtagróðri. Múlakvíslarnar renna saman fyrir vestan hæðina Arn- arfellsöldu og falla síðan í þjórsá. Undir Arnarfelli inu mikla tjölduðu þeir í brekku, sem var alþakin grasi, blómsturplöntum, hvönn- NAUTHAGI (við Hofsjökuþ. um o. s. frv. og hin furðulegasta mótsetning við jökulinn, melana og urðirnar umhverfis. 30. ág. skildu þeir við þennan fegurðarreit og riðu yfir Þjórsár- kvíslar upp á aðalveginn yfir Sprengisand, þar sem þeir höfðu nokkr- um dögum áður hlaðið vörður við þann stað, er Arnarfellsvegur- inn skyldi liggja frá honum. Vegurinn fram með jöklinum hafði reynst dágóður, og enginn vafi á, að hann megi vel nota, einkum þegar vatnavextir eru miklir, svo menn geta ekki búist við að geta komist yfir Þjórsá við Sóleyjarhöfða. Þá er það unnið við að nota Arnar- fellsveginn, að fara má yfir kvíslarnar, eina og eina í senn, áður þær renna saman í eitt. Þeir héldu nú til Jökuldals og slógu þar nátt- tjöldum. Það hafði nú sýnt sig, að hægt var að halda Sprengisandsvegin- um áfram bæði ofan í Rangárvallasýslu (austan Þjórsár) og niður í Árnessýslu (vestan Þjórsár, fyrir neðan Sóleyjarhöfða). Vegurinn fram með Hofsjökli, eða Arnarfellsvegurinn, hafði og reynst gó&ur. Og þá 9

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.