Eimreiðin - 01.05.1903, Side 50
130
var að eins eftir að finna beinni leið ofan í Eyjafjörð. Og til þess gengu
stðustu dagarnir af þessari fjallferð.
Frá Jökuldal héldu þeir nú næsta dag í úlnorður til Laugafells, sem
stendur einstakt norður af Hofsjökli og sést langt að. Fytir austan það
stendur annað flatara fell, sem heitir Laugaalda. Eftir að þeir höfðu
hlaðið vörður á aðalveginum, þar sem fara átti út af honum, fóru þeir yfir
Bergvatnskvísl eða Bergkvísl (sem rennur 1 Pjórsá) og því næst yfir
mela og sanda, unz þeir komu á hæðirnar suðaustan við Laugafell, og sáu
á þeirri leið uppsprettur Þjórsárkvísla koma undan jöklinum skamt frá
Arnarfelli inu litla. Bergvatnskvísl greinist efst í tvo arma, og er frá
öðrum þeirra ekki nema io mínútna gangur til Laugakvíslar, sem, eins
eins og Þjórsárkvíslar, kemur undan jöklinum skamt frá Litla Arnarfelli og
FE í SUMARHAGA (í Eyjafirði).
rennur í útnorður á millum Laugafells og Laugaöldu. Þeir fylgdu þeirri
kvísl og riðu síðan upp á Laugaöldu og nutu þaðan útsýnis í allar áttir. í
vestri sást Mælifellshnúkur, í suðri Hofsjökull, í landsuðri Vatnajökull, Há-
göngur og Tungnafellsjökull og í austri Odáðahraun, Dyngjufjöll, Kistufell og
Trölladyngja, en í landnorðri lokuðu hæðirnar við Kiðagil sjóndeildarhringn-
um og í norðri Vatnahjalli.
Við upptök Laugakvíslar fundu þeir 3 laugar,”"en með því að þar var
ekki nægileg beit fyrir hestana, urðu þeir að halda áfram og komu eftir
U/sstundar reið að Eystripollum og tjölduðu þar. Vóru þeir þá komn-
ir á hinn svo nefnda Vatnahjallaveg, sem liggur af Kjalvegi niður í
Eyjafjörð og fyr meir var farinn töluvert.
Frá Eystripollum héldu þeir 1. sept. yfir Geldingsá norður undir
Vatnahjalla og komu um hádegisbil að Ullarvötnum og átu þar dög-
urð. 1 Þaðan héldu þeir í þokuveðri fram með Vatnahjalla niður í Eyjafjörð,
Og var þar þá sól og sumar. Þeir komu fyrst að bænum Tjörnum og