Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Síða 51

Eimreiðin - 01.05.1903, Síða 51
i3i varð fólkið þar hissa að sjá þá koma ofan úr óbygðtmum. Þaðan riðu þeir svo sem leið liggur til Akureyrar. Á Tjörnum hittu þeir Kristin Jónsson, sem 1893 (22 ára gamall) viltist úr eftirleit suður fjöll og komst loks til bygða suður í Árnessýslu nær dauða en lífi, og svo skaðkalinn á fótum, að höggva varð af honum allar tærnar. Segir herra Bruun aila sögu hans í alllöngu máli, en henni er hér slept, þótt fróðleg sé, með því hún héfir áður staðið í ís- lenzkum blöðum. Þá kemur í ritgerð Bruuns alllöng náttúru- lýsing á Sprengisandssvæðinu, bæði landslagi, jurtagróðri (sá kafli er eftir Stefán kennara Stefánsson á Möðruvöllum) og dýralífi, og að lokum er lýsing á afréttum þeim, sem liggja upp í óbygðirnar bæði að norðan og sunnan, fjallgöngum o. fl. En öllu þessu verðum vér að sleppa rúmsins vegna, til þess að geta tek- ið síðasta kaflann orðréttan, með því oss virð- ist hann hafa mesta þýðingu fyrir íslenzka lesendur. LEIÐIR AÐ OG FRÁ SPRENGISANDI. I. Aðalleiðin yflr Sprengisand liggur úr Suðurþingeyjarsýslu, frá efsta bœnum í Bárðardal, Mýri (vestan Skjálfandafljóts), í útsuður yfir sandinn og að vaðinu við Sóleyjarhöfða; en þar skiftist vegurinn í tvent, og liggur önnur leiðin austan Þjórsár, en hin vestan. Frá Mýri er riðið £ suður, að íshólsvatni [i1/* stundar reið), og er þar góð beit sunnanvert við vatnið, þar sem eyðijörðin íshóll liggur. Frá íshóli er riðið í vestur yfir fjallið niður í Mjófadal og eftir honum í útsuður til áningarstaðanna Fremri- eða Ytrimosa (2 stunda reið) Þaðan er '/2 stundar reið til annars góðs áningarstaðar, Innri- mosa. Þaðan er enn haldið í sömu átt fram með ánni yfir hrjóstrugt hæðaland suður undir KIÐAGIÍ.SHNÚKUR (1). í suðri. Kiðagilshnúk (2 St. Á bak við hann Tungnafellsjökull (3). reið). Svo er farið yfir Vegurinn liggur fyrir vestan hnúkipn (2). Kiðagil hérumbil -^/2 mílu fyrir vestan ármót Kiðagilsár og Skjálfandafljóts, og stöðugt hald- ið í útsuður. (Þaðan og niður að ármótunum verður ekki komist yfir gilið, en við ármótin má komast yfir það). Vilji menn nota annanhvorn hinna lélegu áningarstaða við Kiða- gil, verða menn að sveigja út af aðalleiðinni í austur, annaðhvort í grastó norðan gilsins eða £ Áfangatorfur sunnan þess, og er til hvorttveggja x/2 stundar reið. Nota má og áningarstaðinn Fljótsdal (við Skjálfandafljót) nokkru sunnar, en á öllum þessum þremur stöðum er léleg beit. Frá vesturhluta Kiðagils, þar sem aðalleiðin liggur yfir það, er 9* KRISTINN TÓNSSON.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.