Eimreiðin - 01.05.1903, Side 60
140
Þaðan að Tjörnum............................. */* st. reið
Frá Eystripollum að Tjörnum.................. 4^/2 —
Frá Tjörnum til Akureyrar.................... 8—10 —
Þess skal enn fremur getið, að úr Eyjafirði má ríða til Laugafells
gegnum Sölvadal og f’ormóðsdal upp á hálendið. En í sjálfum
dölunum er þó vegurinn ógreiðfær; aftur kvað hann ekki vera neitt
afleitur, þegar komið er upp á hálendið, og þar eru að sögn fáeinar
vörður. Einkum er brattinn ekki eins mikill og örðugur eins og upp
frá Tjörnum.
Sprengisandsvegurinn og þær leiðir er að honum liggja, eru eng-
an veginn eins óttalegar og menn hafa haldið, Og hvergi þurfa menn
að ríða meira en 8—10 stundir milli áningarstaða.
V. G.
Ny rit um náttúru íslands.
Á hverju ári birtast nú nýjar ritgjörðir um ýmsar greinir af náttúrufræði
íslands eftir íslendinga sjálfa og er það gleðilegur vottur um vaknandi á-
huga og framkvæmdir. Rit þessi standa í vísindalegri nákvæmni fullkom-
lega jafnfætis erlendum ritum um náttúru annarra landa í sömu greinum.
Hér skulum vér stuttlega geta þriggja rita um grasafræði og dýrafræði
íslands. Stefán Stefánsson hefir í samfélagi við sænskan náttúru-
fræðing H. G. Söderbaum gefið út ritgjörð um íslenzkar fóður-
jurtir: »Islándska foder- och betesváxter« (Meddelanden frán kongl.
Landbruks-Akademiens Experimentalfált, Stockholm 1902, No: 74, 50
bls. 8°). Stefán hefir safnað hinum íslenzku fóðurgrösum og ritað um
þau alment, en Söderbaum hefir rannsakað efni þeirra á efnafræðis-
stofnun sænskra búnaðarvísinda í Stokkhólmi. Það liggur í augum
uppi, hve afar-þýðingarmikið það er fyrir framfarir íslenzks búnaðar að
fá fulla vitneskju um efnasamsetningu íslenzkra fóðurjurta og næringar-
gildi þeirra fyrir fénaðinn. Island er svo sérstaklegt í mörgum grein-
um, að verulegar framfarir í búnaði verða að byggjast á innlendum
tilraunum og reynslu. Slikt er nú enn hjá oss alt í byrjun og bernsku.
í rannsókn jurtanna virðist oss Stefán hafa farið rétta leið, hina einu,
sem fær var eftir kringumstæðum; hann hefir sjálfur safnað og athug-
að, en sent síðan fóðurjurtirnar til ágætrar erlendrar stofnunar og látið
rannsaka þær þar. Þetta mun um langan aldur verða hentugasti og
langódýrasti vegurinn fyrir oss, því innlend efnafræðisstofnun mundi
verða mjög dýr, ef hún ætti að vera í nokkru lagi; þó hentugur mað-
ur fengist, yrðu rannsóknirnar alt af miklu ófullkomnari en hjá erlend-
um stofnunum, sem hafa öll hugsanleg hjálparmeðul, langa reynslu,
marga vísindamenn og mikið fé til umráða.t 1 byrjun ritgjörðarinnar
er stutt landslagslýsing og yfirlit yfir jarðvegsefni samkvæmt rannsókn-
um þeim, sem P. Feilberg hefir látið gjöra, þá er getið um loftslag
og almennan jurtagróður og svo um graslendi og mýrar; þá er yfirlit
yfir efnasamsetningu íslenzkra grasa og skýrt frá rannsókn hinna ein-
stöku tegunda. Þar er ýtarlega lýst sex tegundum túngrasa, sjö teg-
undum hálfgrasa, einni seftegund, einum sauðlauk, einni víðirtegund og