Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Síða 69

Eimreiðin - 01.05.1903, Síða 69
149 Enginn, sem ekki er barn að hugsun, mun láta sér detta í hug. að Hafliði hafi verið þarna á ferðinni dauður, en þó má segja að hann hafi verið á bænum og það ekki lítið magnaður, nefni- lega í hinni sjúku meðvitund Guðfinns, sem var þess fulltrúa sam- kvæmt gamalli hjátrú, að einhver vera af Hafliða væri þarna á bænum og vildi gera sér ilt, og hefir hann að lokum líklega þózt sjá Hafliða, jafnvel þó að hann vekti. Pessi hugmynd Guðfinns hefir það nú verið, sem Gestur sá, það er að segja, Guðfinnur hefir — óafvitandi þó og óvilj- andi — blásið honum í brjóst því, sem Guðfinni sjálfum var þá svo afarríkt í huga, og líklega hefir einmitt höggið sem Gestur heyrði, ef svo mætti að orði kveða, orðið til þess, að brjóta niður vegginn milli þessara tveggja meðvitunda, svo að það, sem var ríkast í annarri, komst snöggvast yfir í hina, en þó raunar ekki alveg óbreytt; væri ef til vill réttast að segja, að á- hrifin frá Guðfinni hafi fært í úlpuna hugarburð Gests, — sem að vísu var getinn af æsingi hins sjúka manns — nokkuð líkt eins og áhrifin frá Skeibrok í augum Hans Ross steypa gerfi Henriks Jægers yfir honum alls ólíkan mann, sbr. söguna hér á eftir. Regar svona er litið á, verður skiljanlegra, að Gestur sá Hafliða í úlpunni, eins og Guðfinnur sá hann, en ekki virðist mér hægt að skilja neitt í sögunni með öðru móti; líklegt er þó að sagan sé sönn í aðalatriðunum. Að Gestur hafi orðið þarna fyrir nokkurs konar innblæstri1, virðist enn þá líklegra þegar þess er gætt, að ímyndunarafl hans — eða það, sem réttnefndara væri hugsjónaraflið — var, eins og kunnugt er, mjög auðugt, en lundin viðkvæm og víst heldur klökk. Innblástur (suggestion) er annars jafnalgengur í daglegu lífi og hann er þýðingarmikill, og ber ekki minst á ýmsu, sem þar að lýtur, þegar kosningar til alþingis fara í hönd. Til þess að rita vel um innblástur (suggestion) þyrfti langt mál, og verður það ekki gert hér; ég skal aðeins nefna tvö dæmi og er hið síðara þó skyldara sögu þeirri, sem rætt hefir verið um hér að framan. Goethe kvaðst eitt sinn, er hann ræddi við Eckermann,2 * fví miður hugkvæmist mér ekki neitt betra orð yfir »suggestion«. 2 Eckermanns Gespráche mit Goethe.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.