Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Síða 70

Eimreiðin - 01.05.1903, Síða 70
hafa veitt því eftirtekt, ab menn, sem hann hafi verið með, hafi iðulega orðið til þess að vekja máls á því, sem sjálfum honum var fastast í hug það augnablikið, og hann ef til vill einmitt ætl- aði að fara að hefja máls á sjálfur; mætti segja að þaö sé eins og straumþunginn í huga Goethes hafi verið svo mikill, að hann hafi hrifið hina með sér þeim óafvitandi og ósjálfrátt, og er þá raunar litlu nær en áður. Hin sagan er í aðalatriðunum þannig: Hans Ross sér á götu M. Skeibrok og ætlar að tala við hann; við hliðina á honum þykist hann sjá Henrik Jæger og horfir hann á Ross; R. verður þá litið af þeim, en þegar hann lítur til þeirra aftur, sér hann að við hliðina á Skeibrok stendur ekki Henrik Jæger, heldur annar maður, sem »er Henrik Jæger eins ólíkur og orðið getur«. En einmitt þegar Ross þóttist sjá Henrik Jæger þarna,. hafði Skeibrok hugsað til hans ákaflega fast og óskað, að hann sæi hann á götunni, því að hann þyrfti að finna hann. Hélt Skeibrok, að hugmynd hans af Henrik Jæger hefði haft þau áhrif á heilann í Ross, að hann þóttist sjá þarna H. J., sem hann þó þekti lítið, í stað þess manns, sem raunar stóð þar og var honum miklu kunnugri.1 Eins og menn sjá, er þessi síðari saga í eðli sínu ekki alls ólík sögu Gests Pálssonar og er þó saga Gests miklu betri. Svipurinn, sem Gestur sá, er niðji hinna gömlu, áhrifamiklu drauga, sem segir frá í Pjóðsögunum. Hefði Guðfinnur ekki verið trúmaður á afturgöngur, þá hefði hann aldrei orðið svona afsa- lega hræddur, Hafliði hefði ekki »sótt að honrnru og Gestur Páls- son ekki séð neinn svip; en svona sögulegur varð svipurinn, af því að Gestur var skáld. Gestur sá þarna hörmulegt dæmi þess, að hjátrúin varð manni að bana, og hver veit nema þetta atvik sé ein rótin undir sög- unni af Sigurði formanni? HEL^GI PJETURSSON. 1 Sjá nákvæmar um þetta: »Ringeren«. Kria 1898 nr. 11, bls. 11 —12 (Hans Ross: Overförelse af Tankebillede?)

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.