Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Page 73

Eimreiðin - 01.05.1903, Page 73
i53 Og hann talaði margt um yfirdrepsskap kirkjunnar og hræsni og um hvað væri rétt og satt. En í breytni sinni fylgdi hann lenzkunni — og hvötum sínum; og hafði hvorki kjark né þrótt til að brjóta bág við strauminn. — — Svo vóru fáir menn, er dreymdi ljós í fjarska. — Og hjörtu þeirra vóru ung og hlý og þrá þeirra stefndi út fyrir girðingar hins viðtekna lífs. Og þeir réttu fram hendur sínar og sögðu: Leitum sannleikans í samvinnu — eins og bræður. Og annar flokkurinn sneri sér undan fyrirlitlega og sagði: Vér þekkjum sannleikann. Og hinn flokkurinn endurtók hin sömu orð — með sama svip. Pá bliknaði kærleikur hinna fáu og von þeirra fölnaði og dó. Og enn spyr þú mig: Hvers vegna grætur þú! — Og ég sá lengra fram í tímann. I misskilningi og hatri fjar- lægðust flokkarnir hvor annan. Annar þeirra smíðaði skó að fót- um sínum, sem kyrktu allan vöxt og heftu alla för; en hinn stefndi berfættur beina leið á eyðimörkina — þangað, sem allur gróður skrælnar og framtíðin á enga von. — — — Lát þú eigi hugfallast vinur minn! Eg sá fram í tímann eins eins og þú, og ég sá margt hið sama. En ég sá líka ýmislegt fleira. — Lít þú á fyrsta gróður vorsins. Lít þú á þegar hann breiðir faðminn við móðurbrosi ljóssins — æskuléttur og vonarhýr —, og lít þú á þegar hann bliknar í heljargreipum norðankyljunnar og vefst inn í sjálfan sig. Og þó á sumarið eftir að koma. — Hvers vegna grætur þú svo? II. Nú skal ég segja þér sögu, vinur minn. Eg var einu sinni þyrstur eins og þú, og eins og þú leitaði ég að svölun handa sálu minni. Eg fór til ýmsra af heimsins vitrustu mönnum og spurði þá: Hvað er sannleikur? Eeir svöruðu mér allir og það bar engum þeirra saman. Peir höfðu allir áhangendur, en enginn gat safnað öllum við merki sitt. Var þá enginn algildur sannleiki til? — Enginn vegur til að safna mönnunum öllum að einu merki? — Ómögulegt að þeir yrðu allir bræður? — —

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.