Eimreiðin - 01.05.1903, Qupperneq 75
iS5
ohreinum hvötum og illum vilja? — Hefir þú aldrei vilst? —
Eba — hafir þú vilst — var það þá sökum óhreinna hvata og
ills vilja? —
Hver ert þú, sem lætur sannleiksástina rýma fyrir metnaði
þínum og sjálfsáliti — þú, sem felur þína eigin dýrmætu persónu í
skúmaskotum útúrsnúninga ogyfirdreps? — Er það málefnisins
vegna, að þú kannast aldrei við aö þú hafir rangt fyrir þér? —
Hvar er tryggingin fyrir því, að þú sért á réttri leið? — — —
— — Auðmýktin er eölilegur ávöxtur sannrar þekkingar:
Pví víðar sem þú sér yfir, því meira, sem þú veizt, þess fleira
grunar þig að hitt muni vera, sem þú sér ekki og skilur ekki.
Auðmýktin er fyrsta skilyrði sannrar dómgreindar: Eegar
þú kannast við það af fullri alvöru, að þér hefir skjátlast, og að
þér getur skjátlast, þá muntu leita lengi að sannleiksneista and-
stæöingsins og flytja rök þín af hógværð og lítillæti.
Auðmýktin er upphaf vizkunnar: Eegar þú ert kominn til
viðurkenningar á því, hvað þú sér skamt og getur lítið, þá — og
einungis þá — skoðar þú náungann í réttu ljósi; þá — og ein-
ungis þá — vorkennir þú veikleika bróður þíns.
þess vegna er auðmýktin líka grundvöllur kærleikans og fyrsti
bjarmi hins sanna lífs. —----- —
— —- Ef til vill hungrar þig og þyrstir eftir velvilja bróð-
ur þíns.
Og þú hugsar sem svo: Ef hann elskar mig, þá skal ég
elska hann. E f hann sýnir mér réttlæti, þá skal é g breyta rétt.
En — vegna hvers á hann að ganga á undan? Hví gerir þú
meiri kröfur til hans en þín?-------
Eg segi þér: Krefst þú hins minsta af öðrum og hins mesta
af sjálfum þér. — Hinumegin við afneitun og sorg eru hlið hins
sanna lífs. —
IV.
— — Eg sá unga stúlku. Hún sat á hægindi og naut morg-
unroðans í heiðskírri sumardögun. En faðir hennar stóð álengdar
og hafði hugann á einhverju öðru — ef til vill því, hve það er
oft að morgunroða fylgir engin sól.
Og hin unga mær leit upp og sagði: »Faðir minn!« Og
faðir hennar snerist við; og augu þeirra mættust og sálir þeirra