Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 1

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 1
Barnadauði á íslandi. í hinni fróðlegu ritgjörð »Framfarir íslands á 19. öldintii« {Eimreiðin 1900), telur dr. Valtýr Guðmundsson það meðal hinna tnestu framfara, hve barnadauðinn liefur farið minkandi. Segir hann barnadauðann vera nú aðeins þriðjung þess, sem hann var um miðja öldina. Ýmsir hafa farið um þetta líkum orðum, en læknunum, sem vita hve meðferð ungbarna er ábótavant á íslandi, mun hafa hætt til þess, að halda oss eigi að síður eftirbáta annarra í þessu efni. Að vita vissu sína um þetta er auðsjáanlega þýðingarmikið, en engir hafa, svo mér sé kunnugt, athugað barnadauða á íslandi yfir lengra tímabil eða borið hann saman við önnur lönd. Eg hef því aðgætt þetta eftir föngum, og skal nú geta þess stuttlega, hvers ég hef orðið vísari. Heimildarrit um barnadauða á Islandi eru ófullkomin og ná ekki latigt. í »Skýrslutn um landshagi á ísl.« og »Stjórnartíðind- unum» eru prentaðar skýrslur um hann, en þær ná eigi lengra fram en til 1838. Um ástandið þar á undan vantar alla áreiðan- lega vissu. Schleisner getur þess í Nosografi sinni (1848), að hann hati rannsakað kirkjubækur nokkurra sókna og komizt að þeirri niður- stöðu, að á þeim árum, sem engar landfarsóttir gangi, deyi á fyrsta ári 300 börn af liverjum 1000, setn fæðast, og hafi það hlutfall haldist um mörg ár. Hann telur og að helmingur allra dáinna séu börn á fyrsta ári. Á 18. öldinni hefur barnadauðinn verið mjög mikill, en hve mikill, vitum vér með engri vissu. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson segja í ferðabók sinni, að algengt sé, að af 12—15 börn- um, lifi aðeins 2—3. P'lest börn segia þeir^deyja á I. og 2. ári, en barnadauði á ísl. sé yfirleitt miklu meiri en í útlöndum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.