Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 2

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 2
82 Hannes biskup Finnsson hefur skrifað ritgjörð í Lærdómslista- félagsritin um barnadauða á ísl., sumpart til að mótmæla Eggert og Bjarna. Hann hefur aðeins rannsakað tímabilið 1763—67 og kemst að þeirri niðurstöðu, að 38o°/oo allra dáinna séu börn innan 5 ára að meðtöldum andvanafæðingum. Telur hann ísl. ekki standa ver að vígi en aðrar þjóðir og ber saman barnadauða hér og ytra til sönnunar sínu máli, og átti eftir því að vera ver ástatt víða annarstaðar. Skýrslur þær, sem hann byggir á, eru óná- kvæmar og tímabilið of stutt til þess, að fá rétta hugmynd um ástandið, en annars er margskonar fróðleikur í ritgjörð Hannesar. Tilvitnanir hans í útlendar bækur sýna, hve skoðanir lærðra manna á meðferð ungbarna hafa verið fáránlegar. »Hinn nafnfrægi Unzer« t. d. álítur mjög eðlilegt, að barnadauði sé alstaðar mikill, »því eins og flestir ávextir detta af ungir, áður en þeir eru full- þroskaðir, og þar sem flest dýr deyja ung, svo lifi og fæstar manneskjur fram yfir barnæskuna«. Sami höfundur segir mjög skaðlegt að taka barnfóstru (Amme) »að það sé oft eigi annað en að koma svo kaupi sínu við hana, að hún fyrir 24 rdl. drepi barnið«. Tess vegna ræður Hannes biskup frá því að nota barn- fóstrur og telur að þær eigi sinn þátt í barnadauðanum. Móður- mjólkina álítur hann mjög skaðlega og langt að baki kúamjólk- inni — »því sá hálærði Van der Monde, hefur fært mörg rök til þess, að kúamjólk sé langtum betri til barnaeldis en móðurmjólk- in«. Hann álítur mjög skaðlegt að hossa og hampa börnunum »og dettur honum í hug barnið, sem dr. Huber krauf og fann brjóst- beinið bogið eins og hnakk og fingraför fóstrunnar á v. síðunni, auðsjáanlega eftir þess konar hamp«. Eflaust hefur öll meðferð á ungbörnum verið mjög ófull- komin á íslandi sem annarstaðar um þær mundir, og má meðal annars ráða það af bækling, sem P. Thorsteinsson nokkur, læknir í Túnsbergi, hefur ritað á latínu um þær mundir: »Um hina ramm- vitlausu meðferð ungbarna á íslandi« — en hér er ekki rúm til að minnast frekar á hann. Við barnadauða skilur maður vanalega dauða barna innan eins árs og innan fimm ára. Pessi fyrstu ár eru hin hættulegustu árin á mannsæfinni, eins og sjá má af því, að t. d. í Berlín er talið að 40—50 °/o allra dáinna séu börn innan 5 ára og 30—40 °/o innan 1 árs. Hagfræðingar miða barnadauðann við, hvað mikið fæðist af börnum ár hvert, og telja hann í pro cent eða pro mille

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.