Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 5

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 5
85 Taflan sýnir, hve barnadauðinn er ákaflega misjafn ár frá ári. Ef til vill hefur hann í engu landi verið eins snögt tilbreytilegur. Petta er að kenna farsóttum, sem fluzt hafa til landsins og gengið yfir; í öðrum löndum eiga þær heima að staðaldri og koma því þar jafnara niður. Pær farsóttir, sem mestan usla hafa gjört hjá oss, eru mis- lingar, barnaveiki og kíghósti; þær mynda eins og háa dranga upp úr hálendi barnadauðans, einkanlega mislingarnir (sjá töfluna). Dauði ungbarna innan i árs og innan 5 ára fylgist nokkurn veg- inn að, það er helzt barnaveikisárin, sem töluverður munur verður á, vegna þess að barnaveikin hefur orðið skæðari eldri börn- unum. Barnaveikin má heita orðin innlend (endemisk). Hún hefur gjört vart við sig við og við yfir alt tímabilið, en einkum var hún skæð á árunum 1860—1880. Pað er eins og öll þau ár gangi stór, samanhangandi landfarsótt af henni. Barnadauði er mestur árin: 1846 (mislingar), 1860 (barna- veiki) og 1882 (mislingar). Mest hefur dáið af börnum innan eins árs 1882 0: 439 °/oo. Minst — — - — — — — 1889 0: 90 °/oo. Svo er alment talið, að mikill barnadauði beri vott um lágt menningarstig hjá þjóðunum; það er sagt, að meðal skrælingjaog villiþjóða sé hann mjög hár, en áreiðanlegar skýrslur um það vantar. Par sem þær eru fyrir hendi, eins og í Evrópu, sést að mikið er hæft í þessu, því hjá Rússum og Ungverjum er barna- dauðinn mestur. Hvernig stöndum vér nú að vígi í samanburði við aðrar Evrópuþjóðirf Árin 1891 — 1895 var hlutfallið það, sem eftirfylgjandi tafla sýnir:

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.