Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Side 10

Eimreiðin - 01.05.1904, Side 10
go Af þessu sést, að vér megum eigi bera oss saman við útlöndin alment. Jafnari verður samatiburður við alþýðu í sveitum erlendis og þá einkum á Norðurlöndum, því lifnaðarhættir íslendinga verða svipaðastir og hjá fólki þar. Hin 6 atriði, sem fyr eru talin, gjöra þar næsta lítinn mun. Eftirfarandi tafla sýnir mismuninn á barnadauðanum á íslandi og meðal bændafólks í Danmörku á jafnlöngum tímabilum: Af iooo lifandi fæddum dóu: A íslandi 1841—1900 . . . í Danmörku 1820—1879 . A íslandi 1841—1870 . . . I Danmörku 1820—1849 . A íslandi 1871 —1900 . . . í Danmörku 1850—1879 . 100 200 300°/oo Hér er borinn saman dauði ungbarna innan eins árs. — Af töfl- unni sést, að vér stöndum að baki dönsku bændafólki hvað barna- dauða snertir, en þar sem barnadauðinn hjá þeim hefur nokkurn- veginn staðið í stað, hefur hann rénað töluvert hjá oss á seinni helming 60 ára tímabilsins. í ýmsum öðrum löndum er ástandið svipað í sveitum og í Danmörku, í sumum, eins og t. d. Skotlandi, er barnadauðinn minni. Af öllu því, sem nú er skráð, má draga eftirfylgjandi ályktanir: a. ) Dauði ungbarna innan I árs hefur minkað næstum 2/3 frá því um miðja umliðna öld. b. ) Dauði ungbarna innan 5 ára hefur minkað að sama skapi. c. ) fessi mikla rénun barnadauðans er mjög að þakka því, að landfarsóttir hafa verið minni og mildari síðari árin. d. ) Að landfarsóttirnar hafa verið sjaldnari og minna skæðar síðari árin, er aftur að þakka betri sóttvörnum, eins og sjá má af því, að barnaveiki t. d. hefur víða gosið upp síðari árin, en ekki náð neinni verulegri útbreiðslu. Að sóttvarnir séu betri nú en um miðja öldina, tel ég óefað, en hins vegar er þeim mjög ábótavant enn þá, eins og ráða má af því, hve

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.