Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 16

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 16
9<5 Nokkur kvæði. HREIÐRIÐ Drengurinn. Nei, líttu’ á, pabbi! hérna finn ég hreiður í holunni’ undir mosavöxnum steini; Eg fuglinn litla fljúga sá úr leyni, Sko, fimm eru’ eggin. Faðirinn: Pú mátt vera gleiður, Svo naskur varstu núna að finna þetta. Drengurinn: Og nú skal ég víst eggin mömmu færa. Faðirinn: Nei hana, er á þau, hvergi’ er vert að særa; Hún haldi sínu; það eitt er hið rétta, — Og göngum svo frá holuhreiðri lágu I Drengurinn: En helzt ég vildi samt í eggin kraka. Faðirinn: Nei, ekki það, og ekki á þeim taka, Svo styggirðu’ ekki sólskríkjuna smáu. Fað kærst er henni, við það eitt að utia, Sem alt er henni’, en gerir oss ei ríka; Og hún er söngfugl, — hygðu að því líka, — Og hljóðsnjöll lofar guð og náttúruna. Hún lá í friði’ á litlum eggjum sínum, En lafhrædd flaug, er þú komst að með hraða. Við skulum hana skilja eftir glaða, Fví ske má það, ef fer að vonum mínum, Að ungar þeir, sem ástríkt fjaður-vífið Mun innan skamms úr hreiðri þessu leiða, Fér heilsi’ að sumri’ í sólviðrinu heiða Og syngi fyrir þig, sem gafst þeim lífið.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.