Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 20

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 20
IOO Við fyrsta teyg, er menskorð af mjaðstaupinu drakk, Tíðin gerist löng, Pá lokuðust augun og hjartað hennar sprakk, En sannlega sorgin er ströng. ESKIVIÐUR HÁR! ?IG HRISTU í VINDBLÆ. * (Rússneskt1). Eskiviður hár! þig hristu í vindblæ, Hrynja láttu smálauf eitt til jarðar, Ofan beint í andlit minnar vinu. Svo fór þetta sem ég hafði beðið: Eskiviður hægt sig hristi’ í vindblæ, Hrundi niður laufið það hið smáa Ofan beint í andlit minnar vinu. Pá með sama svefni brá .mín vina, — Hvort um annars háls við lögðum arma, Hvort á annars munn við þrýstum kossum, Unz í austri birtist bjarminn sólar. Ekki sá það móðir minnar vinu, Minsta grand ei nokkur um það vissi, Nema himinn alheiðríkur yfir Og hin græna skóggrund, sem var undir. FJÓLAN. (Eftir Goethe). Á foldar engi fjóla stóð Og falst þar bljúg á kyrðar slóð; Pað var hin vænsta fjóla; Pá hjarðmey kom af hending rétt, í hjarta kát, á fæti létt, Um grund, um grund Hún gekk og dátt við söng. »Ó væri’ eg«, fjólan óskar sér »Af allrar jarðar blóma-her Nú fegurst bara í bili, 1 Eftir hinni dönsku þýðingu Thor Langes.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.