Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 21

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 21
IOI Unz upp mér kipti ljúfan létt Og legði mig við barm sinn þétt, Pó það, þó það Svo litla stæði stund. En æ því miður fljótt kom fljóð Og fæti sínum gálaust tróð Pá veslings vænu fjólu; Hún hneig og dó, en hrygðist ei: »Fyrst hún því veldur, glöð ég dey, Svo glöð, svo glöð Við fætur fríðri mey«. KONUNGURINN í TÚLE. (Eftir Goethe). I Túle tyggi réð forðum, Svo trúr var til dauðans ei neinn; Peim ástvíf á deyjanda degi Gaf dýrasta gullbikar einn. Sá gripur hans geði var kærstur, í gildum hann tæmdi það staup; Pað döggvuðust hildings hvarmar I hvert skifti’ er út hann það saup. Pá buðlungur bana fann nálgast, Hann borgir og óðul og féð Gaf erfingjum sínum til eignar, En ekki þann gullbikar með. Með riddurum sjóli réð sitja Við sumbl í langfeðga höll, Sem græðis á bakkanum gnæíði Við gjálpandi bárunnar föll. Par loksins stóð ljúfsvelgur aldinn Og lífsins drakk síðustu glóð; Svo henti’ hann þeim heilaga bikar í hrynjandi bárunnar flóð.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.