Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 22

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 22
102 Hann sá hann falla og fyllast Og fara svo hverfandi í kaf; Þá lokuðust hildingsins hvarmar, Ei hót drakk hann þaðan af. NÁTTÚRAN EILÍF INNIR SÆLDAR GÆÐI1. (Eftir Oehlenschlager). Náttúran eilíf innir sældar gæði, Grikklands ei görðum grandar ísinn skæði; Svífur að söngfugl, Sefýr og Áróra, Fylgir þeim Flóra. Lárlaufið grænkar enn við sældir samar; Æ, en það hlýr ei enni kappans framar; Sendir ein Túle, svellga beltið jarðar, Hetjurnar harðar. Ástmild er jörðin, alls hins skapta móðir; Fegurð er systir, fræknleikinn er bróðir; Fjærlendi halur! hljót þá allra fyrstur Pökk þinnar systur! Féndum, er geystust grimt að voru landi, Ógnsnar þú stöktir íturhvössum brandi; Lofsveiginn þigðu laufi vonar skreyttan Verðungu veittan! FÖRUMAÐURINN OG HUNDURINN HANS. (Eftir Chamisso). »Af seppanum skattgjald, — og sér er nú hvað! — Þeir segja mér þrjá dali’ að borga í stað. Hvað hugsa þeir lögregluherrarnir sér? Skal húðin nú flegin af kvikum mér? Ei vitund mér framar ég unnið get inn, Því ellin og vanheilsan þrótt bugar minn; 1 Söngur úr sorgarleiknum: »Væringerne i Miklagard«, sem flokkur grískra meyja flytur Haraldi harðráða.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.