Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 23

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 23
103 Ég hef ekki peninga, hef ekki brauð, En hungraður tóri við sárustu nauð. Og hver hefir aumur þá á mér séð, Er örbirgð og sótt mér þjaka réð? Hver vafði sig að mér með atlot góð Pá aleinn og vinlaus í heimi’ ég stóð? Hver elskaði mig, er ég ýfðist verst? Hver að mér hlúði, þá frost var mest? Og hver, þegar svengdin mig sárast skar, Leið svengdina með mér og nöldraði’ ei par? Éað hallar nú brátt fyr oss báðum tveim, Éví bezt er við skiljum í nauðum þeim; Éér hrakar sem mér og heilsan er fjær, Ég hlýt þér að drekkja, — þau laun þú fær. Já, þetta er þakklætið, þetta’ eru laun, En þannig er, hundtetur! veraldar raun. Til fjandans! — ég oft var í orustum með, En aldrei til böðulstarfs hef ég mig léð. Og hér hef ég snærið og hnöllung til taks, Og hérna er vatnið — nú geri' eg það strax. Kom, vesalings hundur! og hortðu ei mig á, Ég hrindi þér af fram og búið er þá«. En lykkjunni’ er smeygði’ hann um hálsinn á hund, Hann halanum dinglaði’ og sleikti hans mund; þá kipti’ hann snörunni seppanum frá Og sjálfum sér óðara um hálsliðu brá. þá bölvaði’ hann æfur með orðtök röm, Á afli tók síðasta’ og hentist af þröm, En hyldýpið skvampaði hátt við og rann í hringum og fal svo þann druknaða mann. Með hrinum og gelti stökk hundur í svip í hjálpleit, — við bakkann því mörg lágu skip —

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.