Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 25

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 25
105 Pórður náði sér, þegar bylurinn var riðinn yfir, og notaði kyrru stundina, jafnskjótt og hún gafst, lagaði torfið og vatt reip- um um heyið, en festi þau í grjót og staura í veggjunum. Síðan vitjaði hann hinna heyjanna og notaði til þess kyrru stundirnar, sem alt af urðu milli byljanna og þó æ sjaldgæfari; hann lagfærði torf eftir mætti, þar sem þess þurfti, og batt þau öll ramlega. Að því loknu gekk hann heim í bæinn aftur. — — — þórður var lágur maður, þrekvaxinn, ljós á hár og skegg; ennið var í meðallagi hátt, flatt og nokkuð afturdregið; hann var brúnastór og kinnbeinamikill, kjálkarnir stuttir og sterklegir, nefið gilt, í stærra lagi; augun voru gráblá, en yfirbragðið þungbúið og þó gæflegt og góðmannlegt. Pegar hann kom í baðstofuna, voru þær að klæðast mæðg- urnar, Guðrún kona hans og Sigríður dóttir þeirra. Guðrún var lítil kona, dökkhærð, holdug, kringluleit og sléttleit, ljós-gráeygð, kvik á fæti og hvatskeytleg. Hún var í slæmu skapi. »Hvaða bölvaður trassi ertu maður«, sagði hún. »Hefurðu þó ekki farið á nærsokkunum og kveldskónum«. Pórður svaraði ekki. Hann fann aftur til sömu óreglulegu hjartslaganna og niður við heyið áður, og sama máttleysið færðist um líkamann. Svona var það komið; hann var orðinn hálfgerður ræfill. Pað var mikið hvað hann hafði sligast og bognað undir sambúðinni við konuna. Tilfinningin fyrir þessu kom yfir hann eins og mara, varð snöggvast að skýrri hugsun og þokaðist svo aftur inn í hálfdimmu skynjunarinnar — aftur fyrir aðalhugsunina: um ldndurnar úti í hríðinni.------— Nokkru síðar hrökk hann upp af hugleiðingum sínum við mannsmál: »Hérna eru plöggin þín, pabbi minn«. Pað var Sig- ríður, sem kom með ytri sokkana og skóna. Sokkarnir voru brotnir á hæl. Ekki hefði Guðrún haft fyrir því — kom Pórði í hug; en jafnframt vöknuðu honum innilegar hlýleikatilfinningar. Hvað þær vóru ólíkar mæðgurnar. — Guðrún var örlynd og mátti aldrei aumt sjá, svo hún vildi ekki bæta úr því. Hún hafði ætíð verið með allan hugann þar, sem Pórður var; það vissi hann vel. Og þó var hún sígröm og hatursfull gagnvart honum, að honum fanst; síónatin og sílagin á að koma þar við, sem honum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.