Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 26

Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 26
io6 gegndi verst. Nema þegar hann var veikur; þá var hún nákvæm °g góð. En hann hafði ekki orðið stórsjúkur að jafnaði, og ekki látið bera á því, fyr en í síðustu lög, þó hann fyndi eitthvað til. Yngri börnin voru öll lík móður sinni: örlynd, geðrík og yfir- gangsmikil. Ef til vill var þetta að sumu leyti vegna þess, að miklu meira bar á henni í heimilislífinu. Pað sást sjaldan, að þeim þætti vænt um föður sinn. Sigríður var undarlega ólík hinum systkinunum. Hún var hæglát og fáorð, eins og faðir hennar, svo að sjaldan sást, hvort henni þótti betur eða ver. Pó var hún ólík honum í sjón: há eftir aldri, grannvaxin, dökkhærð, toginleit og skarpleit — býsna lík honum séra Jóni, að sögn, langafa sínum. Hún hafði verið barnfóstra móður sinnar frá því hún mundi fyrst. 011 óþægðin í börnunum hafði oftast verið henni að kenna — eftir því, sem móður þeirra sagðist frá; Sigríður mundi fá hlý- leg orð úr þeirri átt. Pó þótti henni vænt um móður sína. En um föður sinn þótti henni þó miklu vænna. Hann hafði ætíð verið svona þögull og fáskiftinn; talaði sjaldan orð, nema þegar hann sagði fyrir einhverjum verkum — eða tók svari hennar. Hún var á níunda ári, þegar hann tók svari hennar í fyrsta sinn, svo að hún myndi til. Móðir hennar var frammi við eld- húsverkin, en hún gekk sjálf um gólf með Sigga litla bróður sinn, og var orðin uppgefin og komin að gráti. Óhljóðin í Sigga höfðu heyrst fram, og þau komu bæði inn, foreldrar hennar. Móðir hennar sló hana fast á vangann, um leið og hún tók við barninu. »Pví slærðu barnið, kona?«, hafði þá faðir hennar sagt; »finst þér ekki nóg, að hún má amstrast við yngri börnin, langt fram yfir það, sem hún hefur þrek til, þó hún fái ekki högg í ofan- álag?« »Pú getur þó opnað munninn til að mæla upp í henni letina og ómenskuna«, svaraði móðir hennar. En faðir hennar strauk hendinni um enni hennar og niður á vangann og gekk svo þegj- andi burtu. Að þessum degi hafði hún grátið eins og börn gráta: verið fljót til gráts og fljót að huggast. En hún var orðin kreppuleg á svip og yfirbragðið bar vott um hvorttveggja í einu: hugsun, sem er að vakna fyrir tímann, og bælda hluttekningarþörf. Og í þetta sinn var eins og teknar væru lokur frá stífluðum, óviðráðanlegum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.