Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 28

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 28
io8 bæði orðin reið; Porsteinn var að klæða sig, hann hastaði á syst- kini sín í rúminu og gaf þeim olnbogaskot við og við. Guðrún gekk rösklega inn. Hún kipti Þorsteini fram á gólfið og sló þau bæði Sigurð og Póru, Svo sneri hún sér að Sigríði. »því læturðu barnið grenja svona?« sagði hún. Sigríður svaraði ekki. Börnin sáu, að móðir þeirra var í þungu skapi, hættu hnippingunum og þögnuðu öll nema Þura; hún hélt áfram að gráta og rétti fram hendurnar. Guðrún tók hana og klæddi, liðlega og notalega; hún var jafnan lipur og inni- leg við ýngstu börnin. Svo gekk hún fram aftur, fyrst í búrið, svo í bæjardyrnar. Petta var ljóta hríðin. — »Hvaða bölvaður trassi ertu« — þessi orð ómuðu altaf í huga hennar. Hann kom að utan frá því að bjarga svo að segja öllu, sem þau áttu, og hún tók honum svona. Fyr mátti vera geðvonzka. Svona hafði hún þó ekki verið í fyrri daga. Pá hafði hún verið léttlynd og glaðlynd, hugsunarlítil að vísu um alt og alla, en hreint ekki vond. En þegar börnin tóku að fjölga og efna- hagurinn að þrengjast, þá hafði skapið kólnað og stirðnað smátt og smátt. — Þetta var líka mikið Pórði að kenna; hún hafði sjald- an fengið að ferðast, þó hana langaði til, og sjaldan fengið að taka út í kaupstaðnum annað en brýnustu þarfir; það klingdi altaf þetta sama: að efnahagurinn leyfði það ekki. Þórður hafði altaf verið einsog látlaus veggur, sem ómögulegt var að rjúfa og ómögu- legt að komast yfir. Hugur hennar hafði hlýnað um stund, en æstist svo aftur meira og meira. Alt í einu hrökk hún við. Pungur bylur reið yfir húsin, svo þau kiptust til og viðirnir brökuðu. — Petta var ljóta hríðin. Hugurinn hlýnaði aftur. — Pað var ekkert líkara, en að Pórð- ur viltist í þessum ósköpum. — í rauninni var hann framúrskar- andi þrekmikill og vænn maður, lang-gjörfulegasti maðurinn, sem hún hafði kynst — ef hann hefði ekki verið svona leiðinlega sí- þögull og afskiftalaus. Hann hafði ekki verið eftirlátur við hana, það var satt; en hafði hann þá verið eftirlátari við sjálfan sig? Ekki hafði hann verið í skemtiferðum, ekki hafði hann gert óþarfa- kaup; hann drakk ekki vín, bragðaði ekki tóbak. — Petta var ljóta hríðin. — Nei, það var ekki Pórði að kenna, hvernig alt hafði farið;

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.