Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 32

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 32
I 12 rindum og í giljadrögum; hlóðu snjó í ullina, bræddu klaka fyrir augun; slitu eina kindina úr hóp og hröktu henni undan sér, unz hún hvarf og ekkert sá, nema hvítan skaflinn. — Stöðugt hélt bylurinn áfram, hvæsti, orgaði og hrein. Sá, er fyrir honum réð, sat í fjarska og heyrði ekki veika mannlega bænarrödd — eða heyrði og vildi ekki gegna — ellegar gengdi á þann hátt, sem maðurinn ekki skildi. Áfram hélt bylurinn allan þann dag og alla næstu nótt, hélt áfram, hrein og söng trylt voðahljóð um veikleika mannsins og styrkleika hins mikla höfundar. — — SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON. Frelsarinn og sankti Pétur. Eftir SELMA LAtiERLÖF. Það var um það leyti, sem Kristur og sankti Pétur vóru ný- lega komnir til Paradísar, eftir veru sína á jarðríki, þar sem þeir höfðu þolað ýmsar þrautir í mörg hrygðarár. Við getum ímyndað okkur, að það muni hafa verið ánægju- legt fyrir sankti Pétur. Við getum ímyndað okkur, að það var ólíkt að sitja þarna uppi í Paradís og horfa yfir heiminn, eða að vera að flækjast manna á milli sem beiningamaður. Pað var eitt- hvað ólíkt að reika um lystigarðana í Paradís, eða að ferðast niðri á jörðunni og vita ekki, hvort maður gæti fengið húsaskjól á ill- viðrisnóttum, eða yrði að neyðast til að halda lengra í kulda og myrkri. Við getum ímyndað okkur, hvílík ánægja það var, að vera loks kominn í rétta höfn eftir slíka vegferð. Sankti Pétur hafði ekki einusinni altaf getað verið viss um, að alt færi nú vel á end- anum. Stundum hafði hann átt bágt með að efast ekki eða vera órór, því það var næstum ómögulegt fyrir vesalings sankti Pétur að skilja í því, til hvers þeim ætti að líða svo illa, ef Kristur væri herra himins og jarðar. Og nú átti aldrei framar nokkur þrá að koma og kvelja hann. Við getum ímyndað okkur, að hann var glaður yfir því. Nú gat hann rólegur hlegið að því, hversu mikla mæðu hann

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.