Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 34

Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 34
á svipinn. »Parna fyrir innan er ekki myrkur og kuldi sem hér«, sagði Frelsarinn, »heldur er þar eilíft sumar og sólskin«. En sánkti Pétur hafði ekki getað fengið sig til að trúa honum. fá tók Kristur litla fuglinn, sem hann rétt áður hafði fundið á klakanum, og hann teygði sig aftur á bak og fleygði honum yfir múrinn, svo að hann datt niður í Paradís. Og jafnskjótt heyrði sankti Pétur fjörugan fuglasöng og þekti þar rödd þrastarins og hann undraðist mikillega. Hann sneri sér að Frelsaranum og sagði: »Látum oss halda aftur niður á jörðina og þola alt sem þola skal, því nú sé ég, að þú hefur talað sannleika, og að til er stað- ur, þar sem lífið sigrar dauðann«. Og þeir höfðu gengið niður fjallið og lifað sem áður. Síðan hafði sankti Pétur ekki séð frekar en þetta af Paradís, árum saman, en stöðugt þráð landið bak við múrinn. Og nú var hann loks kominn þangað og þurfti ekki að þrá það framar. Nú gat hann liðlangan daginn ausið gleði með báðum höndum úr óþrjótandi uppsprettum. En sankti Pétur hafði ekki verið nema rúmlega viku í Paradís, þegar svo bar við, að engill kom til Frelsarans, þar sem hann sat í hásæti sínu, hneigði sig sjö sinnum fyrir honum og sagði hon- um, að einhver ógnaróhamingja lilyti að hafa komið fyrir sankti Pétur. Hann vildi hvorki éta né drekka og augu hans væru rauð og þrútin eins og hann hefði ekki sofið nóttum saman. Jafnskjótt og Kristur heyrði þetta, stóð hann upp og gekk af stað að hitta sankti Pétur. Hann fann hann langt burtu, í útjaðri Paradísar. Hann lá í grasinu, eins og hann væri oí örmagna til að standa, og hann hafði sundurtætt klæði sín og ausið ösku í höfuð sér. Pegar Kristur sá hann svo hryggan, settist hann í grasið við hliðina á honum og talaði við hann, alveg eins og hann myndi hafa gjört, ef þeir enn þá hefðu reikað um í þessum hrygðar- heimi. »Hvað gengur að þér, sankti Pétur?« sagði hann. En sorgin hafði svo algerlega yfirbugað sankti Pétur, að hann gat engu svarað. »Hvað gengur að þér, sankti Pétur?« spurði Frelsarinn aftur. þegar Kristur endurtók spurninguna, tók sankti Pétur gull-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.